Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útgangan úr Evrópusambandinu sé í hættu ef þingmenn styðji ekki Brexit-samkomulag hennar. Mikið óvissuástand myndi skapast.
Þetta kom fram í viðtali sem May fór í hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær. Hún sagði að enginn gæti í rauninni sagt með vissu hvað myndi gerast í þinginu ef samkomulaginu yrði hafnað.
Hún sagði að leiðtogar Verkamannaflokksins væru á móti öllum samningum til þess að skapa sem mestan glundroða. Einnig væru aðilar sem vildu knýja fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að stöðva Brexit og enn einn hópurinn vildi sjá hið fullkomna Brexit verða að veruleika.
May staðfesti að atkvæðagreiðsla muni fara fram í neðri deild þingsins í næstu viku. Atkvæðagreiðslu í þinginu sem fara átti fram í síðasta mánuði var frestað á síðustu stundu vegna mikillar andstöðu þingmanna.
Hún segir að ESB hafi fallist á breytingar á samkomulaginu og að hún sé enn í viðræðum við leiðtoga Evrópuríkja. Á næstu dögum verði greint frá breytingum á samkomulaginu sem varði meðal annars málefni Norður-Írlands. Einnig verði aðkoma þingmanna á næsta stigi viðræðna um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands og ESB aukin.
Theresa May segir Brexit jafnvel í hættu
![May reynir nú að sannfæra þingið um kosti samkomulagsins.](https://www.visir.is/i/3F0CC4C6F951188C73F054CB48FA7B272796970EEF1BBB84FFBDB7C2F522F37F_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/30C5E8D39AA00071BC1951AFD92CC96E7BCC6CD4BE39C5774673C181B8DE4961_308x200.jpg)
Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit
Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta.
![](https://www.visir.is/i/D6B50C2BCE2D709120BC71FFAC6028A5E61C11B5338BDA8F3B0C776CE527B7E1_308x200.jpg)
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit
Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit.
![](https://www.visir.is/i/6E0660AB75FF5BA1D5862C224355CDA593F204E146080C3493103E389983AB69_308x200.jpg)
Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni "klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku.