Theresa May segir Brexit jafnvel í hættu Sveinn Arnarsson skrifar 7. janúar 2019 07:30 May reynir nú að sannfæra þingið um kosti samkomulagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útgangan úr Evrópusambandinu sé í hættu ef þingmenn styðji ekki Brexit-samkomulag hennar. Mikið óvissuástand myndi skapast. Þetta kom fram í viðtali sem May fór í hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær. Hún sagði að enginn gæti í rauninni sagt með vissu hvað myndi gerast í þinginu ef samkomulaginu yrði hafnað. Hún sagði að leiðtogar Verkamannaflokksins væru á móti öllum samningum til þess að skapa sem mestan glundroða. Einnig væru aðilar sem vildu knýja fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að stöðva Brexit og enn einn hópurinn vildi sjá hið fullkomna Brexit verða að veruleika. May staðfesti að atkvæðagreiðsla muni fara fram í neðri deild þingsins í næstu viku. Atkvæðagreiðslu í þinginu sem fara átti fram í síðasta mánuði var frestað á síðustu stundu vegna mikillar andstöðu þingmanna. Hún segir að ESB hafi fallist á breytingar á samkomulaginu og að hún sé enn í viðræðum við leiðtoga Evrópuríkja. Á næstu dögum verði greint frá breytingum á samkomulaginu sem varði meðal annars málefni Norður-Írlands. Einnig verði aðkoma þingmanna á næsta stigi viðræðna um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands og ESB aukin. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta. 18. desember 2018 23:51 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni "klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. 6. janúar 2019 12:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að útgangan úr Evrópusambandinu sé í hættu ef þingmenn styðji ekki Brexit-samkomulag hennar. Mikið óvissuástand myndi skapast. Þetta kom fram í viðtali sem May fór í hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær. Hún sagði að enginn gæti í rauninni sagt með vissu hvað myndi gerast í þinginu ef samkomulaginu yrði hafnað. Hún sagði að leiðtogar Verkamannaflokksins væru á móti öllum samningum til þess að skapa sem mestan glundroða. Einnig væru aðilar sem vildu knýja fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að stöðva Brexit og enn einn hópurinn vildi sjá hið fullkomna Brexit verða að veruleika. May staðfesti að atkvæðagreiðsla muni fara fram í neðri deild þingsins í næstu viku. Atkvæðagreiðslu í þinginu sem fara átti fram í síðasta mánuði var frestað á síðustu stundu vegna mikillar andstöðu þingmanna. Hún segir að ESB hafi fallist á breytingar á samkomulaginu og að hún sé enn í viðræðum við leiðtoga Evrópuríkja. Á næstu dögum verði greint frá breytingum á samkomulaginu sem varði meðal annars málefni Norður-Írlands. Einnig verði aðkoma þingmanna á næsta stigi viðræðna um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands og ESB aukin.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta. 18. desember 2018 23:51 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni "klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. 6. janúar 2019 12:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta. 18. desember 2018 23:51
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40
Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni "klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. 6. janúar 2019 12:44