Varahlutir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 7. janúar 2019 07:00 Nú á ríkið úr manni innmatinn. Þegar maður er dauður! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Það má ráðstafa úr manni innvolsinu að manni forspurðum rétt um leið og maður gefur upp öndina. Græða þetta í ólíklegustu fósa. Jafnvel lifrina – verði þeim að varastykkinu því! Nei, hér er eitthvað skakkt. Það er alveg sama með hvaða hætti er um okkur fjallað mannskepnurnar, alltaf er hamrað á því að maður ráði yfir eigin líkama. Þannig ræður móðir ófædds barns yfir eigin líkama, sem vill reyndar einnig til að er líkami barnsins, ef á mér er káfað af mistækum pervert þá er það mín líðan sem ræður enda ég fyrirsvarsmaður míns kjöts. Ráðist að mér slúbbert í Reykjavík – sem oft getur hent – og hann rifið af mér eyra eða lamið úr mér tönn þá eru upp stignir úr nánast sama holræsi og ódæðið var framið, lögmenn, sem hrópa: „Áttu rétt á bótum?“ Það er sama hvað, maður á sinn kropp, gler og innihald. Hvergi efar nokkur maður að þetta gums sem myndar Guðmund sé hans lögmæta eign og hafi varnarþing í þeim búk. Og er það þá þing nokkuð. En svo deyr maður, enda stefnir tilveran að því, og þá á maður ekki neitt, ræður ekki neitt við neitt og það er útvistað úr manni innmatnum eins og maður hafi aldrei verið annað en gangandi veisluþjónusta. Og sjálfsagt græðir einhver brismógúll á öllu saman, milta og nýrum – eða haldið þið að svona nokkuð verði haft félagslegt er fram líða stundir? Ágætu lesendur. Nú eruð þið ríkiskroppar nema annað sé tekið fram og á ykkur hangi skjal sem forbjóði brask með blóðrík innstykkin. Ég segi nei! Ég seldi ekki einu sinni Löduna mína í varahluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú á ríkið úr manni innmatinn. Þegar maður er dauður! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Það má ráðstafa úr manni innvolsinu að manni forspurðum rétt um leið og maður gefur upp öndina. Græða þetta í ólíklegustu fósa. Jafnvel lifrina – verði þeim að varastykkinu því! Nei, hér er eitthvað skakkt. Það er alveg sama með hvaða hætti er um okkur fjallað mannskepnurnar, alltaf er hamrað á því að maður ráði yfir eigin líkama. Þannig ræður móðir ófædds barns yfir eigin líkama, sem vill reyndar einnig til að er líkami barnsins, ef á mér er káfað af mistækum pervert þá er það mín líðan sem ræður enda ég fyrirsvarsmaður míns kjöts. Ráðist að mér slúbbert í Reykjavík – sem oft getur hent – og hann rifið af mér eyra eða lamið úr mér tönn þá eru upp stignir úr nánast sama holræsi og ódæðið var framið, lögmenn, sem hrópa: „Áttu rétt á bótum?“ Það er sama hvað, maður á sinn kropp, gler og innihald. Hvergi efar nokkur maður að þetta gums sem myndar Guðmund sé hans lögmæta eign og hafi varnarþing í þeim búk. Og er það þá þing nokkuð. En svo deyr maður, enda stefnir tilveran að því, og þá á maður ekki neitt, ræður ekki neitt við neitt og það er útvistað úr manni innmatnum eins og maður hafi aldrei verið annað en gangandi veisluþjónusta. Og sjálfsagt græðir einhver brismógúll á öllu saman, milta og nýrum – eða haldið þið að svona nokkuð verði haft félagslegt er fram líða stundir? Ágætu lesendur. Nú eruð þið ríkiskroppar nema annað sé tekið fram og á ykkur hangi skjal sem forbjóði brask með blóðrík innstykkin. Ég segi nei! Ég seldi ekki einu sinni Löduna mína í varahluti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar