Segja Bandaríkjastjórn hafa handtekið Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 18:23 Höfuðstöðvar rússneska utanríkisráðuneytisins í Moskvu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að bandarísk yfirvöld hafi handtekið rússneskan ríkisborgara daginn eftir að rússneskar öryggissveitir handtóku bandarískan mann og sökuðu hann um njósnir. Bandarísk yfirvöld lýstu manninn á flótta undan réttvísinni í byrjun síðasta árs Rússneska utanríkisráðuneytið segir að Dmitrí Makarenko hafi verið handtekinn á Norður-Maríönueyjum, bandarísku yfirráðasvæði í Kyrrahafi, og hann fluttur til Flórída 29. desember. Þar hafi hann verið staddur með eiginkonu, ungu barni og öldruðum foreldrum sínum. Handtakan segja Rússar að hafi átt sér stað daginn eftir að Paul Whelan var handtekinn í Moskvu, sakaður um njósnir. Fjölskylda Whelan hefur haldið fram sakleysi hans og sagt hann hafa verið í Rússlandi til að fagna brúðkaupi fyrrum félaga úr landgönguliði Bandaríkjahers.Reuters-fréttastofan segir að bandarísk yfirvöld hafi ekki svarað fyrirspurn um Makarenko. Dómskjöl í Flórída sýni að alríkissaksóknarar hafi sakað hann og annan mann um samsæri um að flytja úr landi hernaðartól án leyfi bandarískra yfirvalda í júní árið 2017. Makarenko hafi verið lýstur á flótta í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Meintur samsærismaður hans játaði sök og var dæmdur í 26 mánaða fangelsi í júní. Rússar halda því fram að þeir hafi engar skýringar fengið á handtöku Makarenko né náð af honum tali á Flórída. Leiddar hafa verið líkur að því að Rússar hafi handtekið Whelan til að fá bandarísk yfirvöld til að skipta á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem játaði sig seka um njósnir í Bandaríkjunum í fyrra.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útlát til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40