Fólk hættir við tæknifrjóvgun: „Hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. janúar 2019 19:00 Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“ Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Ófrjósemislæknir segir fólk neyðast til að hætta við að fara í tæknifrjóvgun vegna breytinga sem gerðar voru á reglugerð um greiðsluþátttöku við meðferðirnar. Breytingarnar séu slæmar fyrir meirihluta þeirra sem þurfi að fara í meðferð. Hið opinbera virðist ekki hafa skilning á alvarleika málsins. Fyrir breytinguna sem tók gildi nú um áramótin var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, segir að þessi nýja niðurgreiðsla við fyrstu meðferð, sem nemur 24.000 krónur af tæplega 500 þúsund króna meðferð, sé ekki að fara skipta lykilmáli í stóra samhenginu. Þó hún sé vissulega betri en engin, bitni hún illa á þeim sem þurfa að fara í margar meðferðir. „Því miður þá er eðli þessara meðferða þannig að það er kannski ein af þremur sem heppnast í hvert skipti þannig það er meirihluti þeirra sem koma til okkar sem þurfa að halda áfram í meðferðum og á endanum fara í margar meðferðir áður en hið langþráða barn fæðist,“ segir Snorri. Nú þarf fólk sem er að fara í meðferð í annað sinn að borga um hundrað þúsund krónum meira en áður. „Og fólk sem er að koma í þriðja skipti, fólk sem er orðið þreytt og búið að leggja í mikinn kostað og fólk sem er búið að vera undir miklu álagi, það fær engan styrk alls þrátt fyrir að meðferðirnar sem það á fram undan séu enn að skila góðum árangri,“ segir Snorri. Það sé sárt að þetta fólki neyðist til að hætta við að fara í meðferð vegna aukins kostnaðar sem skyndilega fellur á það. „Því miður þá er fólk að afboða sig í meðferðir sem var búið að gera ráð fyrir að fá niðurgreiðslur. Fólk sem, ef það hefði búið á Norðurlöndunum, hefði fengið fyrst, aðra og þriðju meðferð fyrir brotabrot af því sem þarf að borga á Íslandi. Vegna þess að hið opinbera lítur á þetta sem annars flokks sjúkdóm, öfugt við hin Norðurlöndin þar sem þetta er samþykktur sjúkdómur og skilningur er á alvarleika málsins.“
Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira