Auglýsingin sem um ræðir var fyrir snjallsímaleikinn „Game of Sultans“ og sýndi tvær stúlkur. Önnur stúlkan var merkt „offitusjúklingur“ á meðan hin var merkt „sæt“.
Í færslu Lovato, sem sjálf hefur þurft að kljást við átröskun, sagði hún auglýsinguna vera skaðlega þeim sem finna fyrir pressu samfélagsins til þess að vera stanslaust í megrun og falla undir hefðbundna fegurðarstaðla.

„Ég býst við meiru af ykkur en að leyfa þessa auglýsingu á miðlinum ykkar.“
Instagram svaraði færslu Lovato og sagði að um mistök væri að ræða. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð.