Dularfulla legsteinahvarfið enn óupplýst Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:12 Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði er enn ófundinn. Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli. Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Legsteinninn sem hvarf úr Garðakirkjugarði úti á Álftanesi er enn ófundinn. Vísir greindi frá þessu furðulega máli skömmu fyrir hátíðarnar en þegar fjölskylda vildi vitja grafar Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar. Þá kom í ljós að steinninn, sem vegur 180 kíló, var horfinn. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ sagði Einar Atli Júlíusson sölumaður, bróðir Lárusar Viðars. Hann og fjölskyldan höfðu þá leitað af sér allan grun, allra eðlilegra hugsanlegra skýringa á hinu dularfulla hvarfi áður en þau kærðu málið til lögreglu og auglýstu eftir steininum. Einar Atli telur ljóst að það þurfi verulega sjúkan huga til að standa í því að nema á brott legsteina úr kirkjugörðum. Einar Atli segir að ekkert hafi komið í ljós varðandi hinn horfna stein en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. „Þetta er dapurlegt mál,“ segir Einar Atli og bendir á að það hafi komið upp skömmu fyrir hátíðar sem gerir rannsókn málsins erfiðari viðureignar. Hann segir jafnframt furðulegt að steinninn skuli enn ófundinn, hann er fyrirferðarmikill og einhvers staðar þurfi að koma honum fyrir. Steinninn var keyptur hjá Granítsteinum, en þeir þar hafa farið á vettvang og skoðað aðstæður. Að sögn Einars Atla telja þeir engum blöðum um það að fletta að það hafi þurft sérstök tæki og bíl til að fjarlægja steininn. Málið vakti mikla athygli og Einari og fjölskyldu hafa borist, af góðum hug, margvísleg skilaboð en engin sem að gagni hafa komið. „Fólk er með ónot vegna þessa, hefur farið fyrr til að vitja leiða ættingja af ótta við að hugsanlega sé búið að nema steina á brott,“ segir Einar Atli.
Garðabær Lögreglumál Tengdar fréttir Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum 180 kílóa legsteini stolið úr Garðakirkjugarði. 21. desember 2018 15:30