Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 15:35 Hörður Guðbrandsson er afar ósáttur við ganginn í samningamálum og nú stefnir í að þetta 12 hundruð manna félag sé að ganga til liðs við hina nýju verkalýðsforystu. Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið. Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið.
Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00