Jörðin í sólnánd á einum myrkasta tíma ársins Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:54 Blessuð sólin elskar allt, og aðeins meira um hávetur á norðurhveli. Vísir/EPA Sólnánd átti sér stað klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun en þá var jörðin næst sólinni á braut sinni um hana. Jörðin er nú um fimm milljón kílómetrum nær sólinni en hún verður við svonefnda sólfirrð í sumar. Braut jarðarinnar um sólina er sporöskjulaga og því er fjarlægðin á milli hnattanna breytileg eftir árstíma. Sólnánd á sér stað í kringum 3. janúar en sólfirrð í kringum 4. júlí, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Það er þó ekki þessi breytileiki í fjarlægðinni frá sólinni sem veldur árstíðarskiptum á jörðinni heldur möndulhalli hennar. Á þessum stað í sporbrautinni hallar norðurhvel jarðar frá sólinni og berst þá minna af geislum sólar þangað. Þannig verður vetur á norðurhveli en sumar á suðurhveli sem hallar að sólinni. Vetrarsólstöður voru á norðurhveli 21. desember. Dagurinn er hér því með skemmsta móti þrátt fyrir að hann sé tekinn að lengja og kaldasti tími ársins í algleymingi. Útgeislun sólarinnar er örlítið meiri við sólnánd. Íbúar á norðurhveli geta því huggað sig við að sú tilviljun að sólnánd ber upp á miðjum vetri mildar hann örlítið. Þannig verður það þó ekki alltaf því tímasetning sólnándar og firrðar breytist smám saman yfir lengri tíma. Sú stund mun renna upp á sólnánd eigi sér stað um hásumar á norðurhveli. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sólnánd átti sér stað klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun en þá var jörðin næst sólinni á braut sinni um hana. Jörðin er nú um fimm milljón kílómetrum nær sólinni en hún verður við svonefnda sólfirrð í sumar. Braut jarðarinnar um sólina er sporöskjulaga og því er fjarlægðin á milli hnattanna breytileg eftir árstíma. Sólnánd á sér stað í kringum 3. janúar en sólfirrð í kringum 4. júlí, að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Það er þó ekki þessi breytileiki í fjarlægðinni frá sólinni sem veldur árstíðarskiptum á jörðinni heldur möndulhalli hennar. Á þessum stað í sporbrautinni hallar norðurhvel jarðar frá sólinni og berst þá minna af geislum sólar þangað. Þannig verður vetur á norðurhveli en sumar á suðurhveli sem hallar að sólinni. Vetrarsólstöður voru á norðurhveli 21. desember. Dagurinn er hér því með skemmsta móti þrátt fyrir að hann sé tekinn að lengja og kaldasti tími ársins í algleymingi. Útgeislun sólarinnar er örlítið meiri við sólnánd. Íbúar á norðurhveli geta því huggað sig við að sú tilviljun að sólnánd ber upp á miðjum vetri mildar hann örlítið. Þannig verður það þó ekki alltaf því tímasetning sólnándar og firrðar breytist smám saman yfir lengri tíma. Sú stund mun renna upp á sólnánd eigi sér stað um hásumar á norðurhveli.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira