Arnar dæmdur í eins leiks bann fyrir innrásina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Arnar var kominn langt inn á völlinn vísir/skjáskot/s2s Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Domino's deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Í leik Stjörnunnar og KR í Domino's deildinni í byrjun desember óð Arnar inn á völlinn þegar leikurinn var í gangi til þess að mótmæla dómi. Arnar fékk fyrir brotið tæknivillu en dómaranefnd KKÍ kærði atvikið til aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu og það er að dæma Arnar í eins leiks bann. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Stjarnan hafi lagt inn athugasemdir og krafist þess að kærunni yrði vísað frá þar sem almenna reglan sé sú að ákvörðun dómara leiks sé endanleg og bindandi. Nefndin varð þó ekki við því og mun Arnar því missa af næsta leik Stjörnunnar sem er gegn ÍR á sunnudaginn, 6. janúar. Á sama fundi aga- og úrskurðarnefndar var Aleks Simeonov, leikmaður Vals, dæmdur í eins leiks bann. Simeonov fékk tvær óíþróttamannslegar villur í leik Vals og Skallagríms 10. desember og var því rekinn af velli. Eftir að hafa skoðað atvikið á upptöku komust dómararnir að því að þeir hefðu átt að dæma brottrekstravillu en ekki óíþróttamannslega villu í seinna skiptið og settu það í atvikaskýrslu sína frá leiknum. Aganefndin komst að sömu niðurstöðu og dæmdi Simeonov í bann. Hann missir því af leik Vals og Hauka á sunnudag.Úrskurðinn í máli Arnars í heild sinni má lesa hér. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12 Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino's deild karla. 9. desember 2018 21:44 Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Á sunnudagskvöldið vakti mikla athygli er Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inn á völlinn í miðjum leik er Stjarnan spilaði við KR í Dominos-deildinni. 12. desember 2018 07:00 Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Mjög skondið atvik í leik kvöldsins. 9. desember 2018 20:33 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Domino's deild karla, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Í leik Stjörnunnar og KR í Domino's deildinni í byrjun desember óð Arnar inn á völlinn þegar leikurinn var í gangi til þess að mótmæla dómi. Arnar fékk fyrir brotið tæknivillu en dómaranefnd KKÍ kærði atvikið til aga- og úrskurðarnefndar. Nefndin hefur nú komist að niðurstöðu og það er að dæma Arnar í eins leiks bann. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Stjarnan hafi lagt inn athugasemdir og krafist þess að kærunni yrði vísað frá þar sem almenna reglan sé sú að ákvörðun dómara leiks sé endanleg og bindandi. Nefndin varð þó ekki við því og mun Arnar því missa af næsta leik Stjörnunnar sem er gegn ÍR á sunnudaginn, 6. janúar. Á sama fundi aga- og úrskurðarnefndar var Aleks Simeonov, leikmaður Vals, dæmdur í eins leiks bann. Simeonov fékk tvær óíþróttamannslegar villur í leik Vals og Skallagríms 10. desember og var því rekinn af velli. Eftir að hafa skoðað atvikið á upptöku komust dómararnir að því að þeir hefðu átt að dæma brottrekstravillu en ekki óíþróttamannslega villu í seinna skiptið og settu það í atvikaskýrslu sína frá leiknum. Aganefndin komst að sömu niðurstöðu og dæmdi Simeonov í bann. Hann missir því af leik Vals og Hauka á sunnudag.Úrskurðinn í máli Arnars í heild sinni má lesa hér.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12 Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino's deild karla. 9. desember 2018 21:44 Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Á sunnudagskvöldið vakti mikla athygli er Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inn á völlinn í miðjum leik er Stjarnan spilaði við KR í Dominos-deildinni. 12. desember 2018 07:00 Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Mjög skondið atvik í leik kvöldsins. 9. desember 2018 20:33 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sjá meira
Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12
Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, vissi ekki hvert hann væri kominn þegar kollegi hans á hliðarlínunni, Arnar Guðjónsson, óð inn á völlinn á meðan leik Stjörnunnar og KR stóð í Domino's deild karla. 9. desember 2018 21:44
Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Á sunnudagskvöldið vakti mikla athygli er Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inn á völlinn í miðjum leik er Stjarnan spilaði við KR í Dominos-deildinni. 12. desember 2018 07:00
Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Mjög skondið atvik í leik kvöldsins. 9. desember 2018 20:33