Ekki rétt að bankinn birti eigin spá Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. janúar 2019 07:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar. Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum nefndarinnar. Fréttablaðið/Stefán Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur ekki rétt að bankinn birti eigin stýrivaxtaspá líkt og starfshópur um ramma peningastefnunnar lagði til síðasta sumar. Nefndin segir að birting spárinnar geti verið afvegaleiðandi og hjálpi ekki til við að upplýsa fjárfesta og almenning um líklega þróun stýrivaxta bankans. Til viðbótar geti birting spár af hálfu sérfræðinga Seðlabankans, sem er í grundvallaratriðum ólík sýn meirihluta peningastefnunefndar, skapað aukna óvissu á fjármálamörkuðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðbrögðum peningastefnunefndar við tillögum starfshópsins, sem Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, stýrði, en nefndin fjallaði um tillögurnar á fundi sínum í síðasta mánuði. Starfshópurinn, sem birti niðurstöður sínar í júní í fyrra, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræðideild bankans myndi birta fjórum sinnum á ári vaxtaspáferla sína sem liggja til grundvallar verðbólguspá bankans. Slíkt gæti styrkt markaðsvæntingar og aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Peningastefnunefndin lýsir sig ósammála afstöðu starfshópsins að þessu leyti og bendir á að vaxtaspá Seðlabankans sé gerð af sérfræðingum bankans og sé því ekki spá peningastefnunefndarinnar. Ósamræmi geti því skapast á milli spár bankans og væntinga þeirra sem ákveða vexti bankans, það er nefndarmanna í peningastefnunefnd, um framtíðarþróun vaxtanna. Auk þess telur nefndin að birting spárinnar geti gefið til kynna meiri vissu en í raun sé fyrir hendi. Peningastefna sé ekki „verkfræðilegt“ úrlausnarefni sem hægt sé að leysa með stærðfræðilíkönum. Til þess sé óvissan of mikil. Nefndin nefnir sem dæmi að innan hennar séu afar ólíkar skoðanir á því hverjir jafnvægisvextir Seðlabankans séu. Því óttist nefndarmenn að birting einnar spár hjálpi ekki til við að upplýsa markaðinn um líklega þróun vaxta bankans. Varast að draga línu í sandinn Peningastefnunefnd Seðlabankans telur enn fremur að hugsa þurfi betur tillögu starfshópsins um að bankinn geri svonefnt „umferðarljósakerfi“ nýsjálenska seðlabankans að inngripastefnu sinni á gjaldeyrismarkaði. Nefndin segir tillöguna þó skoðunarverða og hyggst á næstu mánuðum koma á fót vinnuhópi sem fær það hlutverk að leggja mat á inngripastefnu bankans. Nýsjálenska kerfið lýsir sér í einföldu máli þannig að seðlabankinn beitir einungis inngripum á gjaldeyrismarkaði ef gengi gjaldmiðilsins, nýsjálenska dalsins, er komið umfram það sem samræmst getur grundvallarhagstærðum hagkerfisins. Gjaldeyrisinngrip eru þannig með síðustu viðbrögðum seðlabankans við gengissveiflum og eru því afar fátíð. Skýrar leikreglur gilda einnig um inngripin. Peningastefnunefndin bendir í viðbrögðum sínum á að takmörk séu fyrir því hve fyrirsjáanleg gjaldeyrisinngrip seðlabanka geti verið án þess að hætta skapist á að fjárfestar „krói bankann af og hagnist á einhliða veðmálum. Reynslan hefur sýnt að það getur verið varasamt að seðlabankar dragi línu í sandinn í þessum efnum,“ segir nefndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira