Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. janúar 2019 06:30 Heilbrigðisráðherra vonast til að heilbrigðisstefnan verði lögð fyrir Alþingi ekki síðar en í mars. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars. „Ábendingar Læknafélagsins snúa að hluta til að því sem félagið saknar í umfjölluninni. En eins og alltaf verður einhvers staðar að takmarka sig en það er full ástæða til að taka tillit til sumra af þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um athugasemdir Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Hún segir það verkefni heilbrigðisyfirvalda að halda jafnvægi í svona texta. Einblína þurfi á það að kerfið eigi fyrst og fremst að þjóna sjúklingum. Drögin voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda og rann umsagnarfrestur út skömmu fyrir jól. Alls bárust 27 umsagnir um drögin og segir Svandís að vinnan undanfarna daga hafi gengið út á að fara yfir þessar umsagnir og taka tillit til þeirra eftir því sem við á. Þar sé að finna margar gagnlegar ábendingar og málið sé í miðju ferli. „Næsta skref er svo að útbúa þingsályktunartillögu til Alþingis sem er þá í rauninni heilbrigðisstefna til ársins 2030. Þá fer málið í hendur þingsins og þá opnast umsagnarferli að nýju um það skjal. Við vonumst til að þingsályktunartillagan líti dagsins ljós ekki síðar en í mars eins og kemur fram í þingmálaskrá,“ segir Svandís. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær þar sem hann fer yfir athugasemdir félagsins. Þar segir að þótt margt jákvætt komi fram í stefnunni þurfi málið frekari umfjöllunar við. Meðal þeirra þátta sem Læknafélag Íslands nefnir í umsögn sinni er að samráð við hagsmunaaðila hefði mátt vera viðameira og ítarlegra. Svandís bendir á að fundir hafi verið haldnir með ýmsum aðilum eins og heilbrigðisstofnunum, Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi hjúkrunarfræðinga og BHM. „Svo var auðvitað fjallað um stefnuna á heilbrigðisþingi þar sem allir gátu skráð sig og Læknafélag Íslands gerði. Það má því segja að Læknafélagið hafi komið alloft að umfjölluninni nú þegar,“ segir Svandís. Reynir nefnir einnig í grein sinni að í stefnuna vanti ákvæði þess efnis að öll þjónusta innan kerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Þá leggur Læknafélagið til að sett verði inn markmið um stofnun heildarsjúklingasamtaka sem hafi tryggan, faglegan og rekstrarlegan grunn en skortur á ákvæðum um réttindi sjúklinga er gagnrýndur. „Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúklingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök,“ segir í grein Reynis. Þá bendir Félag íslenskra heimilislækna í sinni umsögn á nauðsyn þess að fjölga heimilislæknum en áherslu á mikilvægi uppbyggingar heilsugæslu er fagnað. Sóttvarnalæknir segir drögin metnaðarfullt skjal en hins vegar vanti að mestu nokkur mikilvæg atriði sem snúa að vörnum og viðbrögðum við alvarlegum smitsjúkdómum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira