Bíðum ekki í hundrað ár! Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2019 07:15 Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Eftir hundrað ár verða án efa skrifaðar bækur um hremmingar Kúrda fyrr á tíð. Þá verður vonandi afstaðin sú ofsóknarbylgja sem nú skellur á þeim í byggðum þeirra í Suðaustur-Tyrklandi og Norður-Sýrlandi. Þá munu fjöldamorðin, limlestingarnar, nauðganirnar, frelsissviptingin, heimilismissirinn, atvinnumissirinn – allt af mannavöldum, þykja efni í sögulegan fróðleik frá fyrri tíð. Við eigum hins vegar ekki að bíða framtíðarinnar til að gráta hlutskipti Kúrda í fortíðinni. Parísardómstóllinn, sá hinn sami og þeir Bertrand Russell og Jean-Paul Sartre settu á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar til að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Víetnam og síðan hefur tekið fyrir fjölda annarra ámóta viðfangsefna, komst að þeirri niðurstöðu í fyrra eftir ítarlegar vitnaleiðslur að óyggjandi væri að framdir hefðu verið stórfelldir stríðsglæpir í Kúrdahéruðum Tyrklands. Vitað er að hið sama er að endurtaka sig í Kúrdahéruðum Norður-Sýrlands og fer spennan vaxandi þessa dagana, eins og fram hefur komið í fréttum. Þarna hafa Tyrkir verið í slagtogi með ISIS-sveitunum illræmdu um nokkurt skeið þótt stundum hafi þeir reynt að leika tveim skjöldum. Eftir að innrás þeirra hófst í janúar í fyrra og eftir að þeir náðu Afrin á sitt vald, var ekki lengur blöðum um að fletta hve náið samstarf Tyrkja var við ISIS. Kúrdar, kristnir menn og gyðingar voru hraktir frá heimilum sínum í Afrin og þau fengin ISIS-liðum í hendur. Hinar galvösku Kúrdakonur, annálaðar fyrir staðfestu og hugdirfsku í stríðinu við ISIS, voru komnar á bak við slæður og búrkur að valdboði innrásarhersins og ISIS. Og þá er spurningin, hvers vegna bíða í hundrað ár til að lesa um ofbeldi fyrri tíðar? Hví ekki mótmæla núna á meðan ofbeldið á sér stað? Tvö vitni frá Parísardómstólnum verða á opnum klukkutíma fundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu á laugardag. Fyrsta skrefið er að kynna sér málavöxtu. Það stendur til boða á laugardag.Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun