Þjóðsöngvar, símtöl og stjórnarskrár Þorvaldur Gylfason skrifar 3. janúar 2019 08:00 Reykjavík – Símtöl eru misjöfn að gæðum eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir stundum, og þau skila mismiklu. Hann sagði mér frá heimsókn Williams Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Árnagarð, hús Háskóla Íslands, 1972. Richard Nixon sat á stríðsstóli í Hvíta húsinu. Víetnamstríðið vakti megna andúð um allan heim. Æskulýðsfylkingin o.fl. vildu fá frið til að mótmæla komu ráðherrans í Árnagarð. Til að fá frið hringdu þau hvert í annað og þóttust leggja á ráðin um fjölmennan mótmælafund í Garðabænum eða hvar það nú var. Löggan þusti þangað og kommarnir hlógu sig máttlausa. Rogers hvarf úr embætti árið eftir. Nokkru síðar, 1976, lét lögreglustjórinn í Reykjavík „farga mestum hluta af því skjalasafni, sem lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista. Trúnaðarmaður [lögreglustjóra] … brenndi gögnin til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð „mikill reykur“, eins og haft var við orð í þeim fámenna hópi, sem vissi um þessa brennu“ skv. prentaðri frásögn Þórs Whitehead prófessors frá 2006.Allt hefur sinn stað og stund Þjóðsöngvar eru með líku lagi misjafnir að gæðum. Þjóðsöngur Alsírbúa geymir þessar ljóðlínur í lauslegri þýðingu minni: „Þegar við töluðum hlustaði enginn á okkur svo við gerðum rjúkandi púður að rytma okkar og ljúfan vélbyssugný að lögunum sem við syngjum.“ Ítalski þjóðsöngurinn skartar þessari línu: „Austurríski örninn flýgur fjaðralaus.“ Víetnamar syngja: „Leiðin til dýrðar er vörðuð liðnum líkum óvina okkar.“ Í ísraelska þjóðsöngnum koma fyrir orðin „eldfjall hefndarmorða minna“. Virk eldfjöll koma ekki fyrir í öðrum þjóðsöngvum svo ég viti. Það er þó frekar sjaldgæft að þjóðsöngvar séu hafðir til að atast í andstæðingum eða ýfa upp önnur illindi líkt og í dæmunum að framan. Enn sjaldgæfara er að nafngreina menn í þjóðsöngvum. Pólland er undantekning. Pólverjar syngja: „Fram til sigurs, Dabrowski“. Hvatningunni er beint til Jans Henryks Dabrowski hershöfðingja (1755-1818). Við förum aðra leið. Við syngjum um „eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár“ frekar en að mæra Skúla fógeta eða fjargviðrast út í Dani. Séra Matthías kunni tökin. Mannanöfn eiga ekki heima í þjóðsöngvum.Kínverska stjórnarskráin Mannanöfn eiga ekki heldur heima í stjórnarskrám. Kínverjar líta málið þó öðrum augum. Þeir breyttu stjórnarskrá sinni í fyrra. Þar voru áður nefndir með nafni leiðtogarnir Mao Zedong sem leiddi kommúnista til valda í Kína 1949 og Deng Xiaoping sem upphóf markaðsbúskap í landinu 1978. Og nú hefur Xi Jinping, forseta Kína og aðalritara Kommúnistaflokksins, verið bætt í púkkið. Hann vill ekki vera minni maður en hinir tveir. Flokkurinn sér um sína og leyfir þeim jafnvel að hreiðra um sig í stjórnarskránni eins og til að undirstrika að menn eru ofar lögum í Kína. Þjóðsöngur Kína frá 1935 hefur m.a.s. verið bundinn í stjórnarskrá landsins síðan 2004. Kínverjum fórst þó ekki vel við Tian Han, skáldið sem skaffaði textann. Hann var myrtur í menningarbyltingunni 1968. Flestir þjóðsöngvar sem ég hef heyrt þykja mér fallegir. Þjóðsöngur Indverja eftir bengalska skáldið Rabindranath Tagore, bæði ljóð og lag, þykir mér ægifagur. Texti skáldsins fjallar um landið frekar en fólkið. Tagore var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels 1913, fyrstur skálda utan Evrópu.Rússland, Nígería, Ísland Ambögur fyrirfinnast í þjóðsöngvum, víst er það, en þær eru sjaldgæfar í stjórnarskrám. Það er eins og menn vandi sig jafnan meira við stjórnarskrár sínar en við sjálfan þjóðsönginn, taki grundvallarlögin fram yfir listina. Í rússnesku stjórnarskránni frá 1993 er að finna auðlindaákvæði sem hljóðar svo í þýðingu minni: „Landið og aðrar náttúruauðlindir mega vera í eigu einkaaðila, ríkisins, sveitarfélaga og lúta öðru eignarhaldi.“ Ákvæðið er haldlaust eins og til stóð og hefur gert einkavinum valdsins kleift að sölsa undir sig auðlindirnar. Auðlindaákvæðið í stjórnarskrá Nígeríu frá 1999 er ívið skárra en er þó einnig haldlítið. Þar segir að „ríkið skuli stefna að því að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar og þeim skipt eins og vel og hægt er í almannaþágu“. Þar eins og í Rússlandi hafa vel tengdir vinir valdsins látið greipar sópa um „auðlindir þjóðarinnar“ sem svo eru þó nefndar í stjórnarskránni. Haldbeztu auðlindaákvæði heimsins til þessa er að finna í nýju íslenzku stjórnarskránni, ákvæði sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, og í frumvarpi frá 2010 að færeyskri stjórnarskrá sem Færeyingar hafa ekki enn fengið að kjósa um. Eina hallærislegustu ambögu allra stjórnarskráa er að finna í núgildandi stjórnarskrá Íslands frá 1944: „Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“ Alþingi stendur stífan heiðursvörð um hallærið – „helgan gjörning“ sem Morgunblaðið hefur kallað svo.Höfundur sat í stjórnlagaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Símtöl eru misjöfn að gæðum eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir stundum, og þau skila mismiklu. Hann sagði mér frá heimsókn Williams Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Árnagarð, hús Háskóla Íslands, 1972. Richard Nixon sat á stríðsstóli í Hvíta húsinu. Víetnamstríðið vakti megna andúð um allan heim. Æskulýðsfylkingin o.fl. vildu fá frið til að mótmæla komu ráðherrans í Árnagarð. Til að fá frið hringdu þau hvert í annað og þóttust leggja á ráðin um fjölmennan mótmælafund í Garðabænum eða hvar það nú var. Löggan þusti þangað og kommarnir hlógu sig máttlausa. Rogers hvarf úr embætti árið eftir. Nokkru síðar, 1976, lét lögreglustjórinn í Reykjavík „farga mestum hluta af því skjalasafni, sem lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista. Trúnaðarmaður [lögreglustjóra] … brenndi gögnin til ösku í götóttri olíutunnu. Af varð „mikill reykur“, eins og haft var við orð í þeim fámenna hópi, sem vissi um þessa brennu“ skv. prentaðri frásögn Þórs Whitehead prófessors frá 2006.Allt hefur sinn stað og stund Þjóðsöngvar eru með líku lagi misjafnir að gæðum. Þjóðsöngur Alsírbúa geymir þessar ljóðlínur í lauslegri þýðingu minni: „Þegar við töluðum hlustaði enginn á okkur svo við gerðum rjúkandi púður að rytma okkar og ljúfan vélbyssugný að lögunum sem við syngjum.“ Ítalski þjóðsöngurinn skartar þessari línu: „Austurríski örninn flýgur fjaðralaus.“ Víetnamar syngja: „Leiðin til dýrðar er vörðuð liðnum líkum óvina okkar.“ Í ísraelska þjóðsöngnum koma fyrir orðin „eldfjall hefndarmorða minna“. Virk eldfjöll koma ekki fyrir í öðrum þjóðsöngvum svo ég viti. Það er þó frekar sjaldgæft að þjóðsöngvar séu hafðir til að atast í andstæðingum eða ýfa upp önnur illindi líkt og í dæmunum að framan. Enn sjaldgæfara er að nafngreina menn í þjóðsöngvum. Pólland er undantekning. Pólverjar syngja: „Fram til sigurs, Dabrowski“. Hvatningunni er beint til Jans Henryks Dabrowski hershöfðingja (1755-1818). Við förum aðra leið. Við syngjum um „eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár“ frekar en að mæra Skúla fógeta eða fjargviðrast út í Dani. Séra Matthías kunni tökin. Mannanöfn eiga ekki heima í þjóðsöngvum.Kínverska stjórnarskráin Mannanöfn eiga ekki heldur heima í stjórnarskrám. Kínverjar líta málið þó öðrum augum. Þeir breyttu stjórnarskrá sinni í fyrra. Þar voru áður nefndir með nafni leiðtogarnir Mao Zedong sem leiddi kommúnista til valda í Kína 1949 og Deng Xiaoping sem upphóf markaðsbúskap í landinu 1978. Og nú hefur Xi Jinping, forseta Kína og aðalritara Kommúnistaflokksins, verið bætt í púkkið. Hann vill ekki vera minni maður en hinir tveir. Flokkurinn sér um sína og leyfir þeim jafnvel að hreiðra um sig í stjórnarskránni eins og til að undirstrika að menn eru ofar lögum í Kína. Þjóðsöngur Kína frá 1935 hefur m.a.s. verið bundinn í stjórnarskrá landsins síðan 2004. Kínverjum fórst þó ekki vel við Tian Han, skáldið sem skaffaði textann. Hann var myrtur í menningarbyltingunni 1968. Flestir þjóðsöngvar sem ég hef heyrt þykja mér fallegir. Þjóðsöngur Indverja eftir bengalska skáldið Rabindranath Tagore, bæði ljóð og lag, þykir mér ægifagur. Texti skáldsins fjallar um landið frekar en fólkið. Tagore var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels 1913, fyrstur skálda utan Evrópu.Rússland, Nígería, Ísland Ambögur fyrirfinnast í þjóðsöngvum, víst er það, en þær eru sjaldgæfar í stjórnarskrám. Það er eins og menn vandi sig jafnan meira við stjórnarskrár sínar en við sjálfan þjóðsönginn, taki grundvallarlögin fram yfir listina. Í rússnesku stjórnarskránni frá 1993 er að finna auðlindaákvæði sem hljóðar svo í þýðingu minni: „Landið og aðrar náttúruauðlindir mega vera í eigu einkaaðila, ríkisins, sveitarfélaga og lúta öðru eignarhaldi.“ Ákvæðið er haldlaust eins og til stóð og hefur gert einkavinum valdsins kleift að sölsa undir sig auðlindirnar. Auðlindaákvæðið í stjórnarskrá Nígeríu frá 1999 er ívið skárra en er þó einnig haldlítið. Þar segir að „ríkið skuli stefna að því að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar og þeim skipt eins og vel og hægt er í almannaþágu“. Þar eins og í Rússlandi hafa vel tengdir vinir valdsins látið greipar sópa um „auðlindir þjóðarinnar“ sem svo eru þó nefndar í stjórnarskránni. Haldbeztu auðlindaákvæði heimsins til þessa er að finna í nýju íslenzku stjórnarskránni, ákvæði sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, og í frumvarpi frá 2010 að færeyskri stjórnarskrá sem Færeyingar hafa ekki enn fengið að kjósa um. Eina hallærislegustu ambögu allra stjórnarskráa er að finna í núgildandi stjórnarskrá Íslands frá 1944: „Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“ Alþingi stendur stífan heiðursvörð um hallærið – „helgan gjörning“ sem Morgunblaðið hefur kallað svo.Höfundur sat í stjórnlagaráði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun