Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 10:25 Corbyn var gagnrýndur á sínum tíma fyrir að tala ekki kröftuglega fyrir áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Getty/Leon Neal Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vill að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Þeir eru þannig ósammála Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, sem vill að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 verði endanleg. Alls voru 1.034 félagar í Verkamannaflokknum spurðir út í afstöðu sína í skoðanakönnun Yougov. Af þeim sögðust 83% hafa greitt atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu á sínum tíma. Töldu 89% þeirra að rangt væri að ganga úr sambandinu. Rúmlega 1.600 kjósendur voru einnig spurðir og sögðust 73% telja það mistök að segja skilið við ESB, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Corbyn hefur ekki tekið undir kröfur sumra félaga sinna um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann vill að Bretland verði í varanlegu tollabandalagi við ESB eftir útgönguna. Könnunin bendir til þess að 72% flokksmanna vilji að Corbyn styðji aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Færi slík atkvæðagreiðsla fram myndu 88% flokksmanna greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB og 71% kjósenda flokksins. Þrátt fyrir þess gjá á milli stefnu Corbyn og afstöðu flokksmanna hans nýtur hann enn stuðnings sem formaður. Þannig telja 65% félaga í Verkamannaflokknum hann standa sig vel þrátt fyrir að innan við fjórðungur almennings sé á sama máli. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vill að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Þeir eru þannig ósammála Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, sem vill að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2016 verði endanleg. Alls voru 1.034 félagar í Verkamannaflokknum spurðir út í afstöðu sína í skoðanakönnun Yougov. Af þeim sögðust 83% hafa greitt atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu á sínum tíma. Töldu 89% þeirra að rangt væri að ganga úr sambandinu. Rúmlega 1.600 kjósendur voru einnig spurðir og sögðust 73% telja það mistök að segja skilið við ESB, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Corbyn hefur ekki tekið undir kröfur sumra félaga sinna um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hann vill að Bretland verði í varanlegu tollabandalagi við ESB eftir útgönguna. Könnunin bendir til þess að 72% flokksmanna vilji að Corbyn styðji aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Færi slík atkvæðagreiðsla fram myndu 88% flokksmanna greiða atkvæði með áframhaldandi veru í ESB og 71% kjósenda flokksins. Þrátt fyrir þess gjá á milli stefnu Corbyn og afstöðu flokksmanna hans nýtur hann enn stuðnings sem formaður. Þannig telja 65% félaga í Verkamannaflokknum hann standa sig vel þrátt fyrir að innan við fjórðungur almennings sé á sama máli.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15