Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 22:27 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00