Hafi myndast ákveðið óþol hjá þeim sem segja: „Má ekkert lengur?“ Andri Eysteinsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 19. janúar 2019 16:22 Andrés Jónsson almannatengill segir að umdeild auglýsing frá rakvélaframleiðandanum Gillette sé mögulega til marks um að meirihluti sé hlynntur jafnréttisbaráttunni. Andrés er í það minnsta sannfærður um að fyrirtækið Gillette sé þeirrar skoðunar því það sé þekkt innan almannnatengslabransans að fyrirtæki vilji halda sig fyrir utan umdeild málefni hverju sinni. Andrés telur að jafnréttisbylting á borð við #MeToo hafi átt sinn þátt í að knýja fram viðhorfsbreytingu í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. „Kannski eru fyrirtækin farin að sjá þetta. Þau sjá að það eru kannski 60% sem eru komni á þá skoðun og 40% ekki alveg búin að meðtaka þetta, eða hafa sínar efasemdir,“ segir Andrés sem var spurður álits í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í gær.Skilaboð um eitraða karlmennsku Rakvélaframleiðandinn Gillette birti auglýsingu á sunnudag þar sem eindregin afstaða er tekin með #MeToo byltingunni og karlmenn beðnir um að líta í eigin barm, láta af áreitni og ofbeldi og hvattir til að stöðva kynbræður sína þegar þeir hafa í frammi slíka hegðun. Auglýsingin er með um 17 milljón áhorf á YouTube og 550 þúsund manns hafa látið í ljós ánægju með hana. Ekki eru þó allir sáttir með efnistök auglýsingarinnar því tæp milljón manns hefur lýst yfir óánægju sinni. Einnig hefur borið á því að hvatt sé til þess að sniðganga vörur Gillette. Viðbrögðin sem Gillette hefur fengið svipar til viðbragða sem herferð Nike með NFL leikmanninn Colin Kaepernick í fararbroddi fékk á síðasta ári.Svipar til viðbragða við Kaepernick auglýsingum Nike Ljóst er að auglýsingin hefur stuðað einhvern hluta viðskiptavina Gillette. Er þetta sniðugt hjá Gillette viðskiptalega, eru þeir að taka séns? „Þeir eru að gera þetta meðvitað og telja sig ekki vera að taka of mikinn séns. Við sáum þegar Nike valdi að fara í stóra herferð með Colin Kaepernick í fararbroddi, þá var það umdeilt. Það skilaði þeim góðum árangri, minni hópur hætti að kaupa strigaskó frá Nike en vegna umræðunnar varð Nike vörumerkið stærra enda er meirihluti fólks sammála skilaboðunum og salan hefur aukist,“ segir Andrés. Andrés segir að erfitt sé að fullyrða að sama verði uppi á teningnum hjá Gillette. Boðskapur auglýsingarinnar eigi þó vel við fyrirtækið sem alltaf hefur talað um hvað það þýði að vera karlmaður. Erfiðara sé þegar fyrirtæki blanda sér inn í mál sem tengjast fyrirtækinu ekki. Sem dæmi nefnir Andrés auglýsingaherferð Pepsi. Þar ætlaði Pepsi að koma sér inn í umræðuna um óréttlæti í heiminum en sú herferð misheppnaðist algjörlega. „Þetta rímar svo vel við slagorð Gillette til margra ára, „það besta sem menn geta fengið“ (e.The best a man can get). Þeir tala um hvað er að vera karlmaður. Nú endurhugsa þeir hvað það er að vera karlmaður og taka þátt í því og mér finnst það passa mjög vel við þeirra vörumerki“, sagði Andrés Jónsson almannatengill í Reykjavík Síðdegis á föstudaginn. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill segir að umdeild auglýsing frá rakvélaframleiðandanum Gillette sé mögulega til marks um að meirihluti sé hlynntur jafnréttisbaráttunni. Andrés er í það minnsta sannfærður um að fyrirtækið Gillette sé þeirrar skoðunar því það sé þekkt innan almannnatengslabransans að fyrirtæki vilji halda sig fyrir utan umdeild málefni hverju sinni. Andrés telur að jafnréttisbylting á borð við #MeToo hafi átt sinn þátt í að knýja fram viðhorfsbreytingu í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. „Kannski eru fyrirtækin farin að sjá þetta. Þau sjá að það eru kannski 60% sem eru komni á þá skoðun og 40% ekki alveg búin að meðtaka þetta, eða hafa sínar efasemdir,“ segir Andrés sem var spurður álits í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í gær.Skilaboð um eitraða karlmennsku Rakvélaframleiðandinn Gillette birti auglýsingu á sunnudag þar sem eindregin afstaða er tekin með #MeToo byltingunni og karlmenn beðnir um að líta í eigin barm, láta af áreitni og ofbeldi og hvattir til að stöðva kynbræður sína þegar þeir hafa í frammi slíka hegðun. Auglýsingin er með um 17 milljón áhorf á YouTube og 550 þúsund manns hafa látið í ljós ánægju með hana. Ekki eru þó allir sáttir með efnistök auglýsingarinnar því tæp milljón manns hefur lýst yfir óánægju sinni. Einnig hefur borið á því að hvatt sé til þess að sniðganga vörur Gillette. Viðbrögðin sem Gillette hefur fengið svipar til viðbragða sem herferð Nike með NFL leikmanninn Colin Kaepernick í fararbroddi fékk á síðasta ári.Svipar til viðbragða við Kaepernick auglýsingum Nike Ljóst er að auglýsingin hefur stuðað einhvern hluta viðskiptavina Gillette. Er þetta sniðugt hjá Gillette viðskiptalega, eru þeir að taka séns? „Þeir eru að gera þetta meðvitað og telja sig ekki vera að taka of mikinn séns. Við sáum þegar Nike valdi að fara í stóra herferð með Colin Kaepernick í fararbroddi, þá var það umdeilt. Það skilaði þeim góðum árangri, minni hópur hætti að kaupa strigaskó frá Nike en vegna umræðunnar varð Nike vörumerkið stærra enda er meirihluti fólks sammála skilaboðunum og salan hefur aukist,“ segir Andrés. Andrés segir að erfitt sé að fullyrða að sama verði uppi á teningnum hjá Gillette. Boðskapur auglýsingarinnar eigi þó vel við fyrirtækið sem alltaf hefur talað um hvað það þýði að vera karlmaður. Erfiðara sé þegar fyrirtæki blanda sér inn í mál sem tengjast fyrirtækinu ekki. Sem dæmi nefnir Andrés auglýsingaherferð Pepsi. Þar ætlaði Pepsi að koma sér inn í umræðuna um óréttlæti í heiminum en sú herferð misheppnaðist algjörlega. „Þetta rímar svo vel við slagorð Gillette til margra ára, „það besta sem menn geta fengið“ (e.The best a man can get). Þeir tala um hvað er að vera karlmaður. Nú endurhugsa þeir hvað það er að vera karlmaður og taka þátt í því og mér finnst það passa mjög vel við þeirra vörumerki“, sagði Andrés Jónsson almannatengill í Reykjavík Síðdegis á föstudaginn.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent