Um 90 prósent nemenda segjast líða vel í skóla Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2019 10:14 Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. vísir/hanna Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira