Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 21:48 Trump er sagður hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd um viðskipti sín í Rússlandi. EPA/ Jim Lo Scalzo / Jason Szenes Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er sagður hafa skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga að Bandaríkjaþingi um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu. Fréttastofa Buzzfeed greinir frá þessu og vitnar til tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem vinna að rannsókn málsins. Lögfræðingurinn Michael Cohen var í desember síðastliðnum dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, meðal annars fyrir það að hafa logið að þingnefnd varðandi fyrirætlanir um byggingu Trump-turns í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Cohen fór fyrir viðræðum um bygginguna fyrir hönd Donald Trump sem þá var í miðju forsetaframboði. Á þeim tíma þvertók Trump fyrir það að eiga í viðskiptum á rússneskri grundu. Samkvæmt uppljóstrunum Buzzfeed News greindi Cohen reglulega frá framgangi hans í viðræðunum. Dóttir Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, elsti sonur hans, Donald yngri, og forsetinn sjálfur munu hafa fengið upplýsingarnar frá Cohen. Cohen játaði í nóvember að hafa logið að þingnefndinni um málið en hann tjáði henni að viðræðum í Rússlandi hefði verið hætt í janúar 2016, nokkrum mánuðum áður en viðræðum var í raun slitið. Buzzfeed hefur það eftir nafnlausum heimildum sínum að Cohen hafi uppljóstrað því við saksóknara að Trump hafi skipað honum að ljúga með þessum hætti, til þess að tengsl Trump við Rússa á þeim tíma kæmu ekki í ljós. Nú hafa þingmenn Demókrata ákveðið að hefja rannsókn vegna fréttaflutnings Buzzfeed News.Í frétt CBS um málið kemur fram að einn talsmanna Hvíta Hússins, Hogan Gidley, hafi ekki viljað neita ásökunum á hendur forsetanum með beinum hætti í dag. Gidley sagði það þó furðulegt að taka Buzzfeed trúanlegu og sagði þetta enn eitt dæmið um falsfréttir sem forsetinn þarf að þola. Trump hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en á Twitter síðu hans vildi hann minna fylgjendur sína á óheiðarleika Cohen sem væri að ljúga til þess að minnka refsinguna sem hann þarf að þola.Kevin Corke, @FoxNews “Don’t forget, Michael Cohen has already been convicted of perjury and fraud, and as recently as this week, the Wall Street Journal has suggested that he may have stolen tens of thousands of dollars....” Lying to reduce his jail time! Watch father-in-law! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 18, 2019 Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Trump, gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði ásakanirnar vera rangar. Einnig sagði hann í viðtali við Washington Post að hann gæti boðið hverjum þeim sem trúir Cohen frábært tilboð til kaupa á Brooklyn-brúnni í New York. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er sagður hafa skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga að Bandaríkjaþingi um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu. Fréttastofa Buzzfeed greinir frá þessu og vitnar til tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem vinna að rannsókn málsins. Lögfræðingurinn Michael Cohen var í desember síðastliðnum dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, meðal annars fyrir það að hafa logið að þingnefnd varðandi fyrirætlanir um byggingu Trump-turns í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Cohen fór fyrir viðræðum um bygginguna fyrir hönd Donald Trump sem þá var í miðju forsetaframboði. Á þeim tíma þvertók Trump fyrir það að eiga í viðskiptum á rússneskri grundu. Samkvæmt uppljóstrunum Buzzfeed News greindi Cohen reglulega frá framgangi hans í viðræðunum. Dóttir Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, elsti sonur hans, Donald yngri, og forsetinn sjálfur munu hafa fengið upplýsingarnar frá Cohen. Cohen játaði í nóvember að hafa logið að þingnefndinni um málið en hann tjáði henni að viðræðum í Rússlandi hefði verið hætt í janúar 2016, nokkrum mánuðum áður en viðræðum var í raun slitið. Buzzfeed hefur það eftir nafnlausum heimildum sínum að Cohen hafi uppljóstrað því við saksóknara að Trump hafi skipað honum að ljúga með þessum hætti, til þess að tengsl Trump við Rússa á þeim tíma kæmu ekki í ljós. Nú hafa þingmenn Demókrata ákveðið að hefja rannsókn vegna fréttaflutnings Buzzfeed News.Í frétt CBS um málið kemur fram að einn talsmanna Hvíta Hússins, Hogan Gidley, hafi ekki viljað neita ásökunum á hendur forsetanum með beinum hætti í dag. Gidley sagði það þó furðulegt að taka Buzzfeed trúanlegu og sagði þetta enn eitt dæmið um falsfréttir sem forsetinn þarf að þola. Trump hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en á Twitter síðu hans vildi hann minna fylgjendur sína á óheiðarleika Cohen sem væri að ljúga til þess að minnka refsinguna sem hann þarf að þola.Kevin Corke, @FoxNews “Don’t forget, Michael Cohen has already been convicted of perjury and fraud, and as recently as this week, the Wall Street Journal has suggested that he may have stolen tens of thousands of dollars....” Lying to reduce his jail time! Watch father-in-law! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 18, 2019 Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Trump, gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði ásakanirnar vera rangar. Einnig sagði hann í viðtali við Washington Post að hann gæti boðið hverjum þeim sem trúir Cohen frábært tilboð til kaupa á Brooklyn-brúnni í New York.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07
Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45