Fá hjón verja jafn miklum tíma saman Björk Eiðsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:00 Nína og Aron heimsóttu marmaraverksmiðjuna á Ítalíu og heilluðust af framleiðsluferlinu og segir Nína það hafa verið gaman að fá að fylgjast með. Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron P. Karlsson gengu í hjónaband síðastliðið haust og hafa nú tekið sameininguna skrefinu lengra og ætla að starfa saman að marmari.is, fyrirtæki sem þau stofnuðu nýverið. Nína segist ekki óttast að starfa svo náið með eiginmanninum enda þekki hún fá hjón sem verji jafn miklum tíma saman. Nína og Aron gengu í hjónaband í Langholtskirkju í september síðastliðnum og voru gestirnir aðeins börnin þeirra fjögur. Látlaust og einfalt! Mynd/Saga Sig.„Við vinnum mjög vel saman, erum bæði hugmyndarík, orkumikil, skoðanaglöð og leiðtogar í eðli okkar og örlítið blóðheit. En við skiptum verkum niður, sem er gott, notum styrkleika okkar beggja til að virkja sköpunargáfu hvort annars. Ég þekki fá hjón sem hafa varið jafn miklum tíma með hvort öðru, við erum dugleg að hafa gaman saman, en okkur líður líka vel saman í kyrrð og ró, sem betur fer.“„Sameiginlegur vinur kynnti okkur fyrir Pálma Sigmarssyni, meðeiganda okkar, sem er búsettur á Ítalíu. Við heimsóttum hann til að skoða marmaranámurnar. Námasvæðin í Carrara eru í yfir 2.000 metra hæð. Marmarinn sem unninn er úr námunum er mismunandi að lit, eftir því hvar hann er tekinn úr fjöllunum. Það var gaman að fylgjast með hvernig þeir skera marmarann niður. Þar sem Pálmi býr á Ítalíu hafði hann kynnst eiganda einnar námunnar, sem er lykilatriði og þar sem við kaupum marmara, granít og fleira eðalgrjót beint frá námunni getum við boðið mjög samkeppnishæf verð. Þannig að við slógum til og stofnuðum www.marmari.is.„Við erum bæði miklir fagurkerar og viljum hafa fallegt í kringum okkur enda heimakær og finnst fátt betra en að vera heima með fullt af kertaljósum. Sjálf hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fallegum hlutum og rýmum til að innrétta og gera upp eða betrumbæta. Við gerðum upp hæðina sem við búum í en hún var öll upprunaleg þegar við féllum fyrir henni. Við leyfðum sumu af því gamla að vera en gerðum margt upp. Okkur þykir fallegast að blanda nýju og gömlu saman. Aron er mjög handlaginn og getur nánast allt og ég er mjög góður verkstjóri. Við erum með mjög líkan stíl og það var mjög sniðugt hvernig innbú okkar pössuðu saman þegar við hófum sambúð. Þurftum aldrei að láta neitt detta óvart niður á gólfið,“ segir fagurkerinn að lokum, spenntur fyrir komandi verkefnum, enda segir hún að marmarinn sé steina glæsilegastur.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira