Segir skýrslu Hagfræðistofnunar um hvalveiðar eins og Morfísverkefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 21:32 Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar áróðurskennda. Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Mér líður – þegar ég las skýrsluna – eins og þið hefðuð fengið Morfísverkefni.“ Þetta segir Rannveig sem var gestur ásamt Oddgeir Ágústi Ottesen höfundi skýrslunnar í Kastljósi í kvöld. Hún segir skýrsluna vera áróðurskennda. „Það er rosalega mikill áróður í skýrslunni“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafa hvalveiðar ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf, hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga til landsins og þá er lagt til að hertari reglur verði settar um hvalaskoðun. Rannveig er verulega gagnrýnin á skýrsluna og segir niðurstöður hennar ekki hafa komið sér á óvart. Undanfari skýrslunnar er skýrsla sem kom út árið 2010 en leitað var til Rannveigar við vinnslu hennar. „Það sem mér fannst mjög áhugavert þá var að um leið og ég kem upp í Hagfræðistofnun […] þá segir viðkomandi við mig: „Áður en ég byrja að tala, það skiptir í raun og veru engu máli hvað þú segir, hvalirnir éta svo mikinn fisk að það mun alltaf vera hagkvæmara að drepa hann“ og þá raunverulega svolítið ómerkti hann allt sem við sögðum,“ segir Rannveig. Oddgeir segist ekki geta tjáð sig um samtal sem hafi átt sér stað fyrir tæpum áratugi síðan en hafnar því að niðurstöðurnar hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Ég hafna því bara, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, ég hafna því bara. Það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á niðurstöður þessarar skýrslu.“ Rannveig gagnrýnir einnig lítilsvirðingu í garð náttúruverndarsamtaka. Þau séu flokkuð með hryðjuverkasamtökum. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands telur að niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Mér líður – þegar ég las skýrsluna – eins og þið hefðuð fengið Morfísverkefni.“ Þetta segir Rannveig sem var gestur ásamt Oddgeir Ágústi Ottesen höfundi skýrslunnar í Kastljósi í kvöld. Hún segir skýrsluna vera áróðurskennda. „Það er rosalega mikill áróður í skýrslunni“ Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hafa hvalveiðar ekki slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf, hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga til landsins og þá er lagt til að hertari reglur verði settar um hvalaskoðun. Rannveig er verulega gagnrýnin á skýrsluna og segir niðurstöður hennar ekki hafa komið sér á óvart. Undanfari skýrslunnar er skýrsla sem kom út árið 2010 en leitað var til Rannveigar við vinnslu hennar. „Það sem mér fannst mjög áhugavert þá var að um leið og ég kem upp í Hagfræðistofnun […] þá segir viðkomandi við mig: „Áður en ég byrja að tala, það skiptir í raun og veru engu máli hvað þú segir, hvalirnir éta svo mikinn fisk að það mun alltaf vera hagkvæmara að drepa hann“ og þá raunverulega svolítið ómerkti hann allt sem við sögðum,“ segir Rannveig. Oddgeir segist ekki geta tjáð sig um samtal sem hafi átt sér stað fyrir tæpum áratugi síðan en hafnar því að niðurstöðurnar hefðu verið ákveðnar fyrir fram. „Ég hafna því bara, ég veit ekkert hvað ég á að segja meira, ég hafna því bara. Það var enginn sem reyndi að hafa áhrif á niðurstöður þessarar skýrslu.“ Rannveig gagnrýnir einnig lítilsvirðingu í garð náttúruverndarsamtaka. Þau séu flokkuð með hryðjuverkasamtökum.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38 Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir skýrslu Hagfræðistofnunar í takt við það sem hann bjóst við. 17. janúar 2019 16:38
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00
Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum. 17. janúar 2019 21:00