Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. janúar 2019 17:00 Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Sumarið 2018 fór sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þess á leit við Hagfræðistofnun að hún legði mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Í skýrslunni átti að fjalla um bæði kostnað og ábata af hvalveiðum fyrir þjóðarhag. Skýrsla stofnunarinnar var birt í dag og kynnt fyrir hagsmunaaðilum. Þar kemur fram að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af af öllum hvölum sem veiddir voru í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. Eftir 1986 sé hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna. En þar segir: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Þá telja skýrsluhöfundar að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofna en með þessu er í reynd verið að mæla með frekari hvalfveiðum. „Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Stjórnvöld ákveða hvaða tegundir má veiða. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna, sem veiða má úr ef staða þeirra leyfir,“ segir í skýrslunni. Þá virðast hvalveiðar ekki hafa haft áhrif á hvalaskoðun að mati höfunda en í skýrslunni segir: „Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land. Stærsti hluti hvalveiða við Ísland eru á langreyði, langt utan hvalaskoðunarsvæða.“ Í skýrslunni kemur fram að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. Höfundar telja eðlilegt að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun en Alþjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út handbók með verklagsreglum sem miða að því að draga sem mest úr truflunum af völdum hvalaskoðunar. „Mörg lönd hafa sett reglur um hvalaskoðun. Bæði náttúrverndarsamtök og Hafrannsóknastofnun bentu á það í umsögnum um frumvarp til laga um hvali árið 2009 að eðlilegt og æskilegt væri að setja lög eða reglur að þessu tagi. Þörfin á lagasetningu hefur ekki minnkað,“ segir í skýrslunni. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Þurfum álit vísindasamfélagsins Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk skýrsluna afhenta í gærkvöldi. Hann segir að þörf sé á áliti vísindasamfélagsins áður hægt sé að meta hvort forsendur séu til að skilgreina fleir hvalategundir sem nytjastofna. „Ég hef verið talsmaður þess að við nýtum allar auðlindir landsins með sjálfbærum hætti á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Í því tilfelli sem snýr að þessari hugmynd, sem kemur fram í skýrslunni, að nýta fleiri nytjastofna þá liggur ekki fyrir neitt mat á slíku frá Hafrannsóknarstofnun. Ég tel að áður en slík umræða fari fram þurfum við að kalla eftir áliti vísindasamfélagsins,“ segir Kristján Þór. Varðandi það sem kemur fram í skýrslunni og snýr að regluverki utan um hvalaskoðun segir Kristján að hann hafi þegar rætt það mál við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Hvalaskoðun er eðlilega nýting á auðlindinni sem hvalurinn er fyrir okkur Íslendinga. Ef við getum sett okkur einhverjar reglur um umgengni í þessum efnum sem leiða til betri nýtingar á þeim verðmætum sem felast í hvalaskoðun þá eigum við að skoða það. Ég hef raunar nefnt það við ráðherra ferðamála að við þurfum að gefa örlítinn gaum að þessu og ég er ekki í vafa um að Samtök ferðaþjónustunnar eru tilbúin að koma í slíka vegerð með okkur,“ segir Kristján.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent