Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:45 Corbyn mælti fyrir vantrauststillögunni á May í dag. Vísir/EPA Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Umræður um tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra hófust í breska þinginu nú síðdegis. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ og hvatti hana til að segja af sér. May hafnaði kröfu Verkamannaflokksins um að halda Bretlandi í tollabandalagi við Evrópusambandið. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum. Corbyn lagði í kjölfarið fram vantrauststillögu og verða atkvæði greidd um hana nú síðdegis eða í kvöld. Þegar umræðurnar hófust sagði Corbyn að allar fyrri ríkisstjórnir hefðu sagt af sér hefðu þær beðið eins slæman ósigur og May gerði í gær. „Þessi ríkisstjórn getur ekki stýrt og nýtur ekki stuðnings þingsins í mikilvægustu málunum sem landið okkar stendur frammi fyrir,“ sagði Corbyn. May fullyrti að það væri þjóðinni ekki í hag að efna til nýrra kosninga á þessari stundu. Kosningar myndu enn auk sundrungu og ringulreið. Útilokaði hún einnig að halda áfram í tollabandalagi við Evrópu eftir útgönguna sem á að taka gildi 29. mars. „Það sem ég vil sjá er það sem breska þjóðin kaus sér. Hún kaus að binda endi á frjáls för fólks, hún kaus sjálfstæða viðskiptastefnu, hún kaus að binda enda á lögsögu Sakamáldómstóls Evrópu. Það er upp á þetta þing komið að tryggja að við færum henni þetta,“ sagði May.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00