Innlent

Teygist á fundi hjá sáttasemjara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fóru yfir málin fyrir fundinn í morgun.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fóru yfir málin fyrir fundinn í morgun. Vísir/Vilhelm
Fundur fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 stendur enn yfir. Reiknað var með því að fundurinn stæði til klukkan ellefu en ekkert bólar á fundarmönnum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að verði enginn árangur af fundinum í dag telji hann líklegt að viðræðunum verði slitið.


Tengdar fréttir

Störukeppni er til lítils

Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×