Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 08:00 Á Alþingi var rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að gera úttekt á málum Íslandspósts. Fréttablaðið/Ernir Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira