Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 18:00 Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. Mynd/aðsend Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00