Alls munu tíu Íslendingar, fimm karlar og fimm konur, keppa á HM sem fer fram laugardaginn 8. júní 2019 í Miranda do Corvo í Coimbra í Portúgal.
Langhlaupanefnd FRÍ tilkynnti um val á landsliðinu í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.
Þetta er í níunda sinn sem heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum fer fram en það fór fram á Spáni á síðasta ári. Ísland átti þá átta keppendur og sex þeirra kláruðu.
Bestum árangri náði Sigurjón Ernir Sturluson sem varð í 121. sæti en Daníel Reynisson (190. sæti) var einnig á topp tvöhundruð.
Ragnheiður Sveinbjörnssdóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna þegar hún varð í 86. sæti í kvennaflokki og 230. sæti samanlagt. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir varð í 95. sæti í kvennaflokki og í 248. sæti samanlagt.
Sigurjón Ernir Sturluson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir verða bæði með næsta sumar en það verða einnig Elísabet Margeirsdóttir og Guðni Páll Pálsson.
Keppendur Íslands á HM 2019 eru:
Konur
Rannveig Oddsdóttir
Elísabet Margeirsdóttir
Anna Berglind Pálmadóttir
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Melkorka Árný Kvaran
Karlar
Þorbergur Ingi Jónsson
Guðni Páll Pálsson
Ingvar Hjartarsson
Örvar Steingrímsson
Sigurjón Ernir Sturluson