Ögurstund í Brexit málum í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 13:00 Það stefnir í spennandi dag í breskum stjórnmálum. Mynd/Facundo Arrizabalaga Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019
Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34
May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00