Trump pantaði þrjú hundruð hamborgara Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:36 Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér veislumatinn. EPA/CHRIS KLEPONIS Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð til sannkallaðrar skyndibitaveislu í Hvíta húsinu í gær. Forsetinn sagði veislukostinn mega rekja til lokunar alríkisstofnana sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum en vegna hennar skortir starfsfólk til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins. Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum. „Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin. Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.Liðið virtist una matnum ágætlega.EPA/CHRIS KLEPONIS
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03 Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Bandaríska sendiráðið í Reykjavík er áfram opið en starfsemi þess er takmörkunum háð vegna lokunar ríkisstofnana vestanhafs. 9. janúar 2019 12:03
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Fallegi múrinn sem varð að girðingu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði í gærkvöldi þá hótun sína að lýsa yfir neyðarástandi á suðurlandamærum Bandaríkjanna. 11. janúar 2019 12:00