Innlent

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Sighvatur Jónsson skrifar
Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við fréttastofu að hugsanlega verði lagt fram ákveðið aðgerðaplan í framhaldi.

Vinna vegna samningaviðræðna heldur áfram hjá Starfsgreinasambandinu. Björn Snæbjörnsson formaður segir í samtali við Stöð 2 að vinnuhópar séu að störfum og næsti vinnufundur í samninganefnd sambandsins verði á fimmtudaginn. Í framhaldi megi búast við fundi með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×