Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 07:35 Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík segir að þrátt fyrir að skýrsla innri endurskoðunar beri stjórnsýslu borgarinnar ekki fagurt vitni sé ekkert tilefni til þess að vísa skýrslunni um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 til embættis héraðssaksóknara. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast á næsta borgarstjórnarfundi leggja fram tillögu þess efnis að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Í bókuninni segir að mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar séu að finna í skýrslunni um lögbrot. Tillagan verður lögð fyrir borgarfulltrúa á fundi á þriðjudaginn næstkomandi. Sjá nánar: Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknaraÍ færslu sem Ingibjörg Sólrún ritaði á Facebook síðu sinni í gærkvöldi sagði hún að ekkert í skýrslunni gæfi tilefni til þess að vísa skýrslunni til héraðssaksóknara og bætti við að borgarfulltrúarnir tveir hygðust leggja fram tillöguna í því skyni að „ýta undir hugmyndir um að tilteknir einstaklingar hafi gerst sekir um refsivert athæfi“. Ingibjörg segir að með slíkum vinnubrögðum sé hægt að eyðileggja nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“. Innri endurskoðun skilaði inn skýrslu um framkvæmdir við Nauthólsveg 100 fyrir jól. Hér er hægt að kynna sér niðurstöður skýrslunnar.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Braggaskýrslan á borði Vigdísar Hauks yfir jólin Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur stytt sér stundir yfir jólin með lestri á braggaskýrslunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Vigdísar. 26. desember 2018 10:38
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45