Inga Sæland: „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2019 13:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta, nú óháðs þingmanns. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið. Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur ekki mikið fyrir ásakanir Karls Gauta Hjaltasonar fyrrverandi flokksfélaga hennar um óeðlilega fjármálastjórn Flokks fólksins. Karl Gauti, nú óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti: „Það er auðvitað mjög óeðlilegt að stjórnmálaleiðtogi í flokki sem hefur yfir að ráða verulegum fjármunum úr almannasjóðum og er alls ráðandi þarna innanborðs sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður sé að ráða þarna inn í flokkinn sína nánustu fjölskyldumeðlimi á launaskrá á skrifstofu flokksins“. Í samtali við mbl.is segir Inga að ásakanirnar lýsi Karli Gauta sjálfum best og hugsjónum hans gagnvart Flokki fólksins. „Þetta virkar á mig sem særindi og hefndargirni,“ segir Inga. Hún segist hafa hætt sem gjaldkeri flokksins fyrir mánuði síðan. Er varðar aðkomu fjölskyldu hennar að flokksstarfinu segir Inga að sonur sinn hafi unnið síðasta vor fyrir flokkinn í sjálfboðavinnu. Í dag sé hann þó orðinn fastráðinn starfsmaður. Hún tekur fram að það hafi ekki verið hún sjálf sem hafi ráðið hann til starfa heldur hafi kjördæmaráð og stjórn flokksins haft aðkomu að ráðingunni. Hún hafi ekki greitt atkvæði um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23 Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11 Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Sakar Flokk fólksins um óeðlilega fjármálastjórn Karl Gauti Hjaltason óháður þingmaður sakar Ingu Sæland formann Flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun undir yfirskriftinni "Erilsamt ár að baki“. 12. janúar 2019 09:23
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Karl Gauti sakar Ingu Sæland um stjórnunarhætti sem tíðkist ekki Þingmaður sem var rekinn úr Flokki fólksins sakar formann flokksins um óeðlilega fjármálastjórn og að hafa ráðið náinn fjölskyldumeðlim á skrifstofu flokksins. Slík viðgangist ekki í félagastarfi. 12. janúar 2019 12:11
Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Ólafur og Karl Gauti segjast hafa setið of lengi að sumbli en í sjálfir ekki sagt neitt sem ámælisvert má heita. 3. desember 2018 13:50