Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. janúar 2019 20:00 Nokkrir ökumenn ætla ekki að una ákvörðun um að bæta ekki tjón þeirra sem keyrðu í holur á Hellisheiði í byrjun janúar Vísir/JóhannK Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi. Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar að stofnunin muni ekki greiða tjón þeirra sem óku í holur á Suðurlandsvegi, 2. janúar síðastliðinn en fréttastofa hefur upplýsingar um að tjón hlaupi frá tugi upp í hundruð þúsunda.Páll Halldórsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi sagði þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar, þann 2. janúar síðastliðinn „Samtal eru lélegur kafli á Hellisheiði á þremur stöðum og þetta eru svona um einn og hálfur eða tveir kílómetrar á hverjum stað.“ Torfi Rafn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður er einn þeirra sem varð fyrir tjóni en inni í samfélagsmiðlahópnum Íbúar á Selfossi á Facebook óskar hann eftir að ná tali að ökumönnum sem lendi í tjóni á heiðinni þennan dag. Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaðurVísir/MHH„Hún var kannski meira sett fram til þess að safna liði og aðstoða þá sem hafa lent í þessu tjóni. Við lentum í þessu sjálf og maður var sjálfur ekki sáttur við afgreiðslu Vegagerðarinnar að hafna bótaskyldu,“ segir Torfi Ragnar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og tjónþoli í málinu. Torfi segir að nú þegar hafi nokkrir sett sig í samband við sig og segir að umfangið af þessu sé meira en hann hafi átt von á. „Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan rökstuðning frá Vegagerðinni fyrir þessari höfnun á bótaskyldu. Maður var að vonast eftir því að Vegagerðin hefði hlaupið á sig í þessum viðbrögðum sínum og myndi taka afstöðu sína til endurskoðunar,“ segir Torfi. Torfi segir að ástand vegarins til vesturs um Hellisheiði hafi sjaldan eða aldrei verið jafn slæmt. „Það að Vegagerðin skuli vita af þessu gefur þeim fullt tilefni til að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þeim er í lófa lagið að ef að aðstæður eru þannig að holur geti verið að myndast að setja upp skilti eða koma tilkynningu til almennings til þess að koma í Veg fyrir að svona hlutir gerist,“ segir Torfi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Óvíst hvað viðgerðir á holum á Hellisheiði þoli lengi Þrír tveggja kílómetra kaflar á austurleiðinni slæmir. 2. janúar 2019 19:15