Bærinn brotlegur í líkamsræktarútboði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2019 07:00 Ráðhús Garðabæjar. Fréttablaðið/Ernir Verulegar líkur eru á að Garðabær hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup í útboði á líkamsræktarstöð við Ásgarð. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála sem féllst á kröfu forsvarsmanna Sporthallarinnar um að stöðva útboðið um stundarsakir. Garðabær óskaði í október 2017 eftir umsóknum um að taka þátt í uppbyggingu og rekstri, fjármögnun og byggingu aðstöðu til líkamsræktar við íþróttamiðstöðina í Ásgarði. Eftir nokkurt ferli varð það niðurstaða bæjarins að hagkvæmara tilboð Sporthallarinnar teldist ógilt og að leitað yrði samninga við Laugar ehf. Forsvarsmenn Sporthallarinnar töldu þá niðurstöðu ólögmæta. Verkefnið fól í sér að bjóðendur byggðu nýjar viðbyggingar við núverandi íþróttamannvirki á eigin kostnað fyrir allt að 99 milljónir króna og greiddu leigu fyrir afnot af núverandi aðstöðu fyrir allt að 39 milljónir á ári í 20 ár að lágmarki. Kærunefndin sagði að verðmæti verksins væri umfram tiltekna viðmiðunarfjárhæð um sérleyfissamninga. Garðabæ hafi því borið að tilkynna um veitingu sérleyfisins með opinberum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu. „Eru því fram komnar í málinu verulegar líkur á broti á reglum um opinber innkaup,“ segir nefndin. Skilyrðum um að fallast á kröfu Sporthallarinnar um að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir væri því fullnægt. Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Stjórnsýsla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Verulegar líkur eru á að Garðabær hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup í útboði á líkamsræktarstöð við Ásgarð. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála sem féllst á kröfu forsvarsmanna Sporthallarinnar um að stöðva útboðið um stundarsakir. Garðabær óskaði í október 2017 eftir umsóknum um að taka þátt í uppbyggingu og rekstri, fjármögnun og byggingu aðstöðu til líkamsræktar við íþróttamiðstöðina í Ásgarði. Eftir nokkurt ferli varð það niðurstaða bæjarins að hagkvæmara tilboð Sporthallarinnar teldist ógilt og að leitað yrði samninga við Laugar ehf. Forsvarsmenn Sporthallarinnar töldu þá niðurstöðu ólögmæta. Verkefnið fól í sér að bjóðendur byggðu nýjar viðbyggingar við núverandi íþróttamannvirki á eigin kostnað fyrir allt að 99 milljónir króna og greiddu leigu fyrir afnot af núverandi aðstöðu fyrir allt að 39 milljónir á ári í 20 ár að lágmarki. Kærunefndin sagði að verðmæti verksins væri umfram tiltekna viðmiðunarfjárhæð um sérleyfissamninga. Garðabæ hafi því borið að tilkynna um veitingu sérleyfisins með opinberum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu. „Eru því fram komnar í málinu verulegar líkur á broti á reglum um opinber innkaup,“ segir nefndin. Skilyrðum um að fallast á kröfu Sporthallarinnar um að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir væri því fullnægt.
Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Stjórnsýsla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira