Samfélagsmiðlar og falsfréttir til umræðu í þjóðaröryggisráði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 14:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sett þá ógn sem talið er að lýðræðinu stafi af samfélagsmiðlum og falsfréttum á dagskrá þjóðaröryggisráðs. vísir/vilhelm Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag. Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Samfélagsmiðlar og falsfréttir verða til umræðu á næsta fundi þjóðaröryggisráðs sem fram fer í febrúar. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem spurði ráðherrann út í hvað stjórnvöld hyggist gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu hér á landi stafi ekki hætta af hulduaðilum sem kosta auglýsingar, og jafnvel falsfréttir, á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninga. Í fyrirspurn sinni vísaði Þorgerður Katrín í bréf Persónuverndar til íslenskra stjórnvalda þar sem stofnunin varar við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum, meðal annars vegna samfélagsmiðla víða um heim. Kom bréfið í kjölfar funda með Veru Jourová, dómsmálastjóra Evrópusambandsins, en skilaboð hennar til evrópskra persónuverndarforstjóra á fundinum voru þau að engar kosningar verða eins héðan í frá vegna samfélagsmiðla og misnotkunar á persónuverndarupplýsingum í gegnum þá. „Hér á landi kostuðu hulduaðilar auglýsingar í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Hvort það voru íslenskir kjósendur, stjórnmálaflokkar, hagsmunaaðilar eða jafnvel erlend ríki, það vitum við ekki. Nú eru rúm tvö ár í kosningar. Hvað hyggst hæstvirtur forsætisráðherra gera til að tryggja með sem bestum hætti að lýðræðinu stafi ekki hætta af þessum hulduaðilum? Hvernig getum við komið í veg fyrir að þessir hulduaðilar fari ekki að leika sér að lýðræðinu?“ spurði Þorgerður Katrín á þingi í dag. Forsætisráðherra sagði að fundað yrði um málið í forsætisráðuneytinu í vikunni ásamt dómsmálaráðuneytinu sem er það sem ráðuneyti sem fer með framkvæmd kosninga. Hún sagði málið afar mikilvægt og sagði hugmynd Persónuverndar um að stofna samráðsvettvang um kosningar, sem lagt er til í bréfi stofnunarinnar, góða. Þá sagði Katrín að hún hefði sett málið á dagskrá næsta fundar þjóðaröryggisráðs. Hún gerði það síðan falsfréttir að umræðuefni. „Alls staðar erum við að sjá þessa eðlisbreytingu á pólitískri umræðu. Víða á Norðurlöndum eru skýr dæmi um falsfréttir, sem dreift hefur verið, ekki síst um innflytjendur og málefni innflytjenda. Þær eru ekki taldar koma utan frá heldur eiga sér uppsprettu heima í löndunum en byggja ekki á neinum staðreyndum og dreifast með ógnarhraða,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag.
Alþingi Facebook Fjölmiðlar Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira