Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 12:49 Bergþór Ólason reiknar með að vera áfram formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. vísir/vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. Verði samkomulagið tekið upp segist hann jafnframt reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokka komi til skoðunar en Samfylkingin fer með formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Píratar í velferðarnefnd. Þetta kom fram í máli Bergþórs þegar hann ræddi við Kristján Már Unnarsson, fréttamann, að loknum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun. Uppnám varð á fundinum þegar Bergþór mætti og settist í stól formannsins og sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni, að það hefði óvart að hann hefði farið beint í formannsstólinn. Eins og flestum er kunnugt er Bergþór einn sex þingmanna sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.Sjá einnig:Mikill hiti á nefndarfundi vegna formennsku Bergþórs Aðspurður hvort að uppákoman á nefndarfundinum hafi ekki verið óþægileg sagði hann svo ekki vera. „Nei, nei, hún var nú kannski viðbúin að nokkru leyti. Það hafa auðvitað mörg stór orð fallið á síðustu dögum og vikum þannig að ég var í sjálfu sér viðbúinn þessu og virði þær skoðanir sem þarna komu fram.“ Spurður út í það hvort að honum væri sætt áfram sem formanni í nefndinni vísaði Bergþór í áðurnefnt samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er í rauninni þannig eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að formennska mín er tengd því samkomulagi sem stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu varðandi þau þrjú formannssæti sem stjórnarandstöðunni féllu í skaut og á meðan það samkomulag er ekki tekið upp þá reikna ég með að ég sitji í formannsstólnum. Það er þannig að ef að það verður tekið upp þá má reikna með því að formennskur annarra stjórnarandstöðuflokkanna komi til skoðunar í því samhengi,“ sagði Bergþór.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12