Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 12:30 Stuðninsmaður áframhaldandi aðildar Breta að ESB við þinghúsið í Westminster í gær. Á meðal breytingartillagna sem eru á dagskránni er tillaga frá Jeremy Corbyn o.fl. um að samið verði að nýju við ESB og samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Vísir/EPA Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. Hinn 15. janúar síðastliðinn var Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra Bretlands felldur í neðri deild breska þingsins með 230 atkvæða mun í atkvæðagreiðslu. Alls greiddu 432 atkvæði gegn samningnum en 202 með honum. Í dag fjallar þingið um fimmtán breytingartillögur við frumvarpið sem var fellt 15. janúar en engin þeirra kemur frá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Engu að síður mun May sjálf hefja umræðuna og er búist við því að hún taki til máls klukkan tuttugur mínútur í eitt eftir hádegi. Á meðal þessara fimmtán tillagna á dagskránni er breytingartillaga frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og sextíu og átta þingmönnum, um að samið verði að nýju við Evrópusambandið og nýr úrsagnarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði. Þá er á dagskránni breytingartillaga frá Yvette Cooper þingmanni Verkamannaflokksins og 138 öðrum þingmönnum sem felur í sér að tryggt verði að Bretland fari ekki úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta frestar í reynd Brexit ef enginn samningur er á borðinu sem nýtur meirihlutastuðnings þingsins. Verkamannaflokkurinn er klofinn í afstöðunni til Brexit og Jeremy Corbyn hefur ekkert viljað gefa út um hvort hann styðji tillögu Cooper ef breytingartillaga hans nýtur ekki brautargengis.Theresa May fyrir utan Downinstræti 10 í gær. Hún verður málshefjandi í umræðu um Brexit í breska þinginu í dag þar sem 15 breytingartillögur við úrsagnarsamning hennar eru á dagskrá. Engin þeirra kemur þó frá ríkisstjórn hennar.Vísir/EPAAlveg óvíst hvort hin ESB-ríkin samþykki að fella niður Backstop ákvæði Þá er á dagskrá tillaga sem fellir niður svokallað "Backstop" ákvæði úr úrsagnarsamningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalaginu en um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. Backstop er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Þótt breska þingið samþykki að fella þetta niður úr úrsagnarsamningnum er algjörlega óvíst hvort hin 27 ESB-ríkin samþykki þessa breytingu. Helen McEntee, Evrópumálaráðherra Írlands, kallar eftir auknu raunsæi frá Bretum og lét hafa eftir sér við Guardian í dag að ekki standi til að breyta úrsagnarsamningnum. Bretar þurfa að ganga úr í Evrópusambandinu hinn 29. mars næstkomandi því þá eru tvö ár liðin frá því að 50. gr. Lissabon-sáttmálans, sem fjallar um útgöngu aðildarríkis úr sambandinu, var virkjuð. Líkur á því að Bretar gangi úr ESB án samnings eru nú taldast aukast með hverjum deginum sem líður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent