Aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðunum þarf að vera umtalsverð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2019 18:45 Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín. Akranes Kjaramál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins var framhaldið í dag. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir áríðandi að hraða viðræðum þar sem mánuður sé liðinn frá því að kjarasamningar losnuðu og segir að aðkoma stjórnvalda að viðræðunum þurfi að vera umtalsverð. Samninganefndirnar hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun og var fundurinn sá fyrsti af þremur í þessari viku. Í dag voru réttindamál launþegar meðal annars til umræðu.Fara yfir í baklandið „Það voru fjölmörg atriði til umræðu. Viðerum að skoða og fórum yfir og menn ætla að taka inn í baklandið sitt og fara yfir,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég mundi segja að þetta hafi verið vinnufundur. Við fórum í gegnum mjög mörg atriði. Sum voru afgreidd en öðrum var vísað inn í vinnuhópa sem að munu taka til starfa á næstu dögum,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/VilhelmFormaður Verkalýðsfélags Akranes segir að einhverjar kröfur hafi verið lagðar fram á fundinum í morgun. „Ég veit ekki hvort að þeir sætti sig við allt en sumu var ekki hafnað,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um það hvort að þessar viðræður muni leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði segir Vilhjálmur að hann geti ekki svarað því eins og staðan er í dag. „Það liggur alveg fyrir að núna viljum við líka fara ræða við stjórnvöld,“ segir Vilhjálmur. Samninganefnd Alþýðusambandsins hittist á fundi í dag þar sem rætt var um aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðunum. „Það er alveg ljóst ef við ætlum að ná saman og ná að loka þessu að þá þarf aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð,“ segir Vilhjálmur.Hvað þurfa stjórnvöld að gera til þess að liðka enn frekar fyrir samningaviðræðum ykkar við Samtök atvinnulífsins?„Ég lít svo á að við eigum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins og svo höfum við gerst svo djörf að sækja fram með mjög markvissar og metnaðarfullar kröfur á stjórnvöld en að á bara alveg eftir að fara í gegnum,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundinum í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna fjögurra og Samtaka atvinnulífsins koma til með að hittast í húskynnum Ríkissáttasemjara aftur á miðvikudag. Í lok vikunnar veður svo metið hverju viðræðurnar hafa skilað og hvort halda eigi áfram. „það er erfitt giska hversu langan tíma þetta tekur en á meðan vinnulagið er með þessum hætti þá hljótum við að vera bjartsýn,“ sagði Halldór Benjamín.
Akranes Kjaramál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira