„Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 14:49 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman. Fyrsta fundi vikunnar í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk í hádeginu. Fundurinn fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en áætlað er að funda aftur á miðvikudag og föstudag.„Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir mál sem hefur verið vísað til okkar af undirbúningshópum sem eru langt komnir með sína vinnu þannig að við erum að fara yfir marga þætti kjarasamningsins sem snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór að loknum fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ítrekaði það að enn ætti eftir að koma í ljós hverjar af tillögum átakshóps í húsnæðismálum verði að veruleika. Aðspurð hvenær ætti að taka stöðuna á viðræðunum sagði Sólveig: „Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði fundinn í dag hafa verið vinnufund. Farið hafði verið í gegnum mörg atriði sem sum voru afgreidd en öðrum vísað inn í vinnuhópa sem munu taka til starfa á næstu dögum. Hann sagði það góðs viti á meðan samningsaðilar væru að hitta því orð væru til alls fyrst. „Kjarasamningar snúast um þróun samfélagsins og það er það sem er undir. Þar vilja báðir samningsaðilar reyna að bæta samfélagið og um það snerist fundurinn í dag,“ sagði Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Fundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. 28. janúar 2019 10:53