Staðan í viðræðum SA og verkalýðsfélaganna endurmetin á föstudag Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. janúar 2019 10:53 Frá fundinum í morgun. vísir/vilhelm Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Formaður VR segir enn of snemmt að segja til um hvort viðræður VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur komi til með að leiða til átaka á vinnumarkaði en fundað var í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna við Samtök atvinnulífsins í morgun. Framkvæmdastjóri SA segir að staðan í viðræðunum verði endurmetin í lok vikunnar. Fulltrúar VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fyrir fundinn sátu fulltrúar verkalýðsfélaganna saman og stilltu saman strengi sína. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar komi til með að hittast þrisvar sinnum í þessari viku, í dag, miðvikudag og föstudag. Ákveðið var í síðustu viku að setja aukinn kraft í viðræðurnar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir umræðulisti dagsins sé þéttur. „Við erum að fara núna í þessari viku að fara yfir máls sem að hafði verið vísað til okkar af undirhópum sem að eru langt komnir sem sína vinnu, þannig að við erum svona að renna yfir marga þætti kjarasamningsins sem að snúa að hinum ýmsu kröfum þannig að verkefnalisti vikunnar er þétt skipaður og nóg að ræða um,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR fyrir fundinn í morgun. Í síðustu viku kynntu stjórnvöld tillögur sínar um uppbyggingu í húsnæðismálum og lögðust tillögurnar vel í forystumenn verkalýðshreyfingarinnar en kallað hefur verið eftir því að tillögurnar verði fjármagnaðar og þeim hrint í framkvæmd sem Ragnar er bjartsýnn á að takist. „Eins og með húsnæðistillögurnar, tillögur eru tillögur. Síðan verður að sjá bara hvort okkur tekst að semja um magntölur á bakvið tillögurnar, þær ráða úrslitum að sjálfsögðu um hvort það verði raunverulegt þjóðarátak í húsnæðismálum eða ekki en ég er bjartsýnn á að það takist, allavega var hópurinn mjög samheldinn,“ segir Ragnar. Ragnar segir enn ekki ljóst hvort viðræður við Samtök atvinnulífsins komi til með að leiða til sátta eða átaka á vinnumarkaði. „Það er ómögulegt að segja á þessari stundu, það verður bara að koma í ljós en við erum að ræða saman það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það góðs viti að menn séu að ræða saman. „Það er margt að ræða og af nógu að taka en ég hef alltaf sagt, hver fundur færir okkur nær lausn og ég vona að það eigi við í dag líka,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrir fundinn í morgun. Halldór segir að staðan í viðræðum verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins verður endurmetin á föstudag. „Það liggur fyrir að við munum hittast nokkrum sinnum í þessari viku og síðan í lok vikunnar munum við taka stöðuna varðandi framhaldið,“ sagði Halldór Benjamín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. 23. janúar 2019 14:11