Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 21:26 Björgunaraðilar að störfum. EPA/PAULO FONSECA Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho. Upphaflega var gefið út að tvö hundruð væri saknað og hafa svæði nærri stíflunni verið rýmd. BBC greinir frá. Ekki hefur verið gefið út hve margir eru taldir af en óttast er að margir hafi týnt lífi. Sagði bæjarstjóri Brumadinho, Avimar de Melo, í samtali við blaðið Hoje em Dia að í það minnsta fimmtíu væri látnir. Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti landsins, hyggst heimsækja svæðið á morgun ásamt umhverfisráðherra landsins.O Ministro do Meio Ambiente também está a caminho. Todas as providências cabíveis estão sendo tomadas. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) 25 January 2019 Aur flæddi yfir nærliggjandi byggð eftir að stíflan brast og eru aðstæður á svæðinu erfiðar. De Melo segir erfitt að gefa nánari upplýsingar þar sem hlutirnir séu að þróast mjög hratt þessa stundina. Slökkviliðið á svæðinu hefur sent þrjár þyrlur á vettvang til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Stíflan er í eigu Vale, stærsta námufyrirtækis Brasilíu, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins allt kapp vera lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu. Brasilía Tengdar fréttir Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Á meðfylgjandi myndböndum má sjá hve mikil eyðileggingin var í raun og veru. 9. nóvember 2015 21:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho. Upphaflega var gefið út að tvö hundruð væri saknað og hafa svæði nærri stíflunni verið rýmd. BBC greinir frá. Ekki hefur verið gefið út hve margir eru taldir af en óttast er að margir hafi týnt lífi. Sagði bæjarstjóri Brumadinho, Avimar de Melo, í samtali við blaðið Hoje em Dia að í það minnsta fimmtíu væri látnir. Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti landsins, hyggst heimsækja svæðið á morgun ásamt umhverfisráðherra landsins.O Ministro do Meio Ambiente também está a caminho. Todas as providências cabíveis estão sendo tomadas. — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) 25 January 2019 Aur flæddi yfir nærliggjandi byggð eftir að stíflan brast og eru aðstæður á svæðinu erfiðar. De Melo segir erfitt að gefa nánari upplýsingar þar sem hlutirnir séu að þróast mjög hratt þessa stundina. Slökkviliðið á svæðinu hefur sent þrjár þyrlur á vettvang til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Stíflan er í eigu Vale, stærsta námufyrirtækis Brasilíu, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins allt kapp vera lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu. Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu.
Brasilía Tengdar fréttir Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Á meðfylgjandi myndböndum má sjá hve mikil eyðileggingin var í raun og veru. 9. nóvember 2015 21:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Á meðfylgjandi myndböndum má sjá hve mikil eyðileggingin var í raun og veru. 9. nóvember 2015 21:15