True North fær vilyrði fyrir risastyrk til að taka upp James Bond-mynd í Noregi Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 11:13 Daniel Craig mun leika njósnarann í fimmta sinn. Vísir/Getty Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016. James Bond Noregur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira
Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016.
James Bond Noregur Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Sjá meira