„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. janúar 2019 15:45 Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43