Segir tryggingafélög áhugasöm um upplýsingar úr heilsuúrum viðskiptavina Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. janúar 2019 14:24 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar VÍSIR/VILHELM Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“ Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“
Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00
„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00