Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:47 Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn eins og sjá má á klippu hér að neðan. Gunnar Bragi sneri aftur á þing í dag eftir að hafa farið í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í kjölfar upptakanna á Klaustur bar sem fjallað var um í fjölmiðlum í nóvember síðastliðnum. Á upptökunum heyrðust þingmenn Miðflokksins fara afar ófögrum orðum um Lilju en þar á meðal var Gunnar Bragi. Hafði hann uppi orð um hana eins og „hjólum í helvítis tíkina“ og spurði þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, samflokksmenn sína, af hverju þeir væru að hlífa Lilju. „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ heyrist Gunnar Bragi segja upptökunum af Klaustri. Eftir að fjölmiðlar greindu frá því sem þingmennirnir höfðu að segja um Lilju á Klaustri fór hún í viðtal í Kastljósi þar sem hún sagði þingmennina þrjá vera ofbeldismenn sem ættu ekki að stýra ferðinni. Lilja kvaðst hafa bognað þegar hún las orðin sem þingmennirnir notuðu til að lýsa henni og sagðist hafa upplifað samtalið sem árás á sig. Hún ætlaði þó ekki að láta orð þeirra brjóta sig. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar Lilja labbaði að Gunnari Braga í fyrra skiptið og hvíslaði í eyra hans nokkrum vel völdum orðum. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Lilja Alfreðsdóttir hvíslar að Gunnari Braga Sveinssyni á þingfundi
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. 29. nóvember 2018 16:59
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15