Tvær framlengingar í Dominos-deild kvenna: Baráttan um úrslitakeppni harðnar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2019 21:17 Danielle var frábær í spennutrylli í kvöld. vísir/getty Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Stjarnan vann Snæfell í spennutrylli í Garðabæ í kvöld. Garðabæjarliðið hafði að endingu betur, 88-87, en sigurinn var mikilvægur fyrir Stjörnuna í baráttunni um úrslitakeppnissæti. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 73-73 en Auður Íris Ólafsdóttir tryggði Stjörnunni framlenginguna með þriggja stiga skoti er þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst þremur stigum yfir en Kristen McCarthy fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni undir lokin er hún fékk þrjú vítaskot en það fyrsta geigaði. Stjarnan er því áfram tveimur stigum á eftir Snæfell og Val sem eru í þriðja og fjórða sætinu en Stjarnan er í fimmta sætinu. Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún var með trölla tvennu; skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Næst kom Ragna Margrét Brynjarsdóttir með fimmtán stig og níu fráköst. Snæfell er eins og áður segir í þriðja sætinu með jafn mörg stig og Val og þarf að passa sig ætli liðið að spila í úrslitakeppninni. Kristen Denise McCarthy var með rosalegar tölur; 37 stig og tók 22 fráköst. Það var ekki mikið skorað í fyrri hálfleik í Keflavík þar sem heimastúlkur unnu sjö stiga sigur á Skallagrím í framlengdum leik, 61-54. Staðan í hálfleik var 29-22. Sjaldséðar tölur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 50-50 en Shequila Johnson jafnaði metin fyrir Skallagrím úr vítakasti. Í framlengingunni voru Keflvíkingar sterkari og unnu sjö stiga sigur. Brittanny Dinkins var í sérflokki í liði Keflavíkur, einu sinni sem oftar. Hún skoraði 22 stig, tók sautján fráköst og gaf sex stoðsendingar. Keflavík er nú eitt á toppi deildarinnar. Skallagrímur er í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Shequila Joseph var atkvæðamest í liði þeirra í kvöld en hún skoraði 25 stig, tók tuttugu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með botnlið Breiðablik á útivelli. Þær rauðklæddu unnu 90-70 eftir að hafa verið 38-24 er liðin gengu til búningsherbergja. Stigahæst í liði Hauka var LeLe Hardy með nítján stig auk þess að taka 21 frákast og gefa átta stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir gerði sautján stig og tók fjögur fráköst. Haukarnir eru í næst neðsta sætinu með tíu stig. Breiðablik er á botninum með tvö stig og það þarf margt að gerast svo liðið leiki ekki í fyrstu deildinni á næsta ári. Ivory Crawford og Sanja Orazovic voru stigahæstar Blika með átján stig.Staðan eftir sautján umferðir (efstu fjögur fara í úrslitakeppni): Keflavík 26 KR 24 Snæfell 22 Valur 22 ------- Stjarnan 20 Skallagrímur 10 Haukar 10 Breiðablik 2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira