Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Utanríkismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa ítrekað sýnt að með samvinnu geta þau haft slagkraft umfram þyngd enda telja þau samtals 27 milljónir íbúa og mynda 12. stærsta hagkerfi heims. Við Íslendingar njótum góðs af þessu. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa annars staðar á Norðurlöndunum sem samsvarar þriðja stærsta bæjarfélagi landsins. Samanlagt eru Norðurlöndin stærsta „viðskiptaland“ Íslands þegar litið er til inn- og útflutnings á vörum og þjónustu. Norrænar kvikmyndir, sjónvarpsseríur, glæpasögur, tónlist, myndlist og hönnun – Ísland er þar í góðum hópi og norræna vörumerkið er sterkt. Norðurlöndin veita hvert öðru pólitíska fótfestu á óróatímum. Ég er þeirrar skoðunar að aukin óvissa á alþjóðavettvangi hafi á vissan hátt þjappað Norðurlöndunum betur saman. Nýleg könnun um afstöðu til norræns samstarfs sýndi að mikill meirihluti íbúa vill meiri eða mun meiri samvinnu en nú er. Þótt Norðurlöndin séu vitaskuld ekki sammála um allt þá eru grundvallaratriðin á hreinu: Mannréttindi, lýðræði, réttarríki og friðsamleg lausn deilumála. Norræn samvinna er vissulega rótgróin en um leið sprelllifandi og lítur til framtíðar. Og framtíðin kallar á nýja hugsun og nýsköpun í norrænu samstarfi. Það er enginn hörgull á áskorunum. Gervigreind og vélmenni munu gjörbreyta vinnumarkaði framtíðar. Samkeppni við önnur markaðssvæði um fólk og fyrirtæki fer vaxandi. Umhverfis- og loftslagsmálin þola enga bið. Norðurlöndin standa frammi fyrir þessum breytingum og takast á við þær saman. Um leið stöndum við vörð um hefðbundnari samvinnu í þágu íbúa og hlúum að vináttu okkar og velferð. Það er með stolti og metnaði sem Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2019. Á formennskuárinu leggjum við áherslu á hagsmuni ungs fólks, sjálfbæra ferðamennsku og málefni hafsins og eigum frumkvæði að níu norrænum formennskuverkefnum á þessum sviðum. Meira um það á norden.org.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar