Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2019 15:20 Drífa Snædal er formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki. Kjaramál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
ASÍ vill fjölga skattþrepum í fjögur og að fjórða þrepið verði hátekjuþrep. Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. Breytingarnar eiga að auka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hafa laun undir hálfa milljón króna á mánuði. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. Það er staðreynd að á síðustu árum hefur skattbyrði launafólks aukist umtalsvert. „Aukningin er lang mest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta hefur gerst á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert kjarasamninga sem var sérstaklega ætlað að bæta kjör lægst launuðu hópanna. Skattkerfið hefur því beinlínis unnið gegn markmiðum kjarasamninga um að bæta stöðu láglaunafólks og auka jöfnuð. Við þetta verður ekki unað,“ segir í tilkynningu. ASÍ leggur áherslu á að gerðar verði gagngerar breytingar á tekjuskattskerfinu samhliða verulegri hækkun barnabóta og húsnæðisstuðnings. Þannig verði jöfnunarhlutverk skattkerfisins aukið til muna og dregið úr skattbyrði lág- og millitekjufólks.Skattatillögur ASÍ • Í skýrslu hagdeildar ASÍ sem gefin var út haustið 2017 var skattbyrði launafólks rakin frá árinu 1998. Niðurstaða skýrslunnar var að skattbyrði launafólks hefur aukist á síðustu áratugum og mest hefur aukningin orðið hjá tekjulægstu hópunum. • Rekja má þróunina til þriggja þátta: o Samspils launaþróunar og persónuafsláttar sem leitt hefur til raunlækkunar skattleysismarka yfir tíma. o Minni fjölskyldustuðnings í gegnum veikingu barnabótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. o Minni húsnæðisstuðnings í gegnum veikingu vaxta- og húsnæðisbótakerfisins með minni fjármunum og auknum skerðingum. • Skatta- og tilfærslukerfin gegna lykilhlutverki í að draga úr ójöfnuði og hefur skattastefna undanfarinna áratuga því unnið gegn markmiðum um jöfnuð og dregið úr ábata þeirrar kjarastefnu sem miðað hefur að því að bæta kjör hinna tekjulægstu.Skattbreytingar í þágu vinnandi fólks • ASÍ leggur til breytingar á tekjuskattskerfinu sem auka jöfnuð og bæta lífskjör þorra almennings. Breytingarnar hefðu jákvæð eða hlutlaus áhrif á 95% einstaklinga á vinnumarkaði. Tillögurnar byggja á að: o Skattþrepum verði fjölgað í fjögur og fjórða þrepið verði hátekjuþrep. o Skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun. o Breytingarnar auki ráðstöfunartekjur mest hjá einstaklingum sem hafa laun undir 500 þúsund kr. á mánuði. • Barnabótakerfið verði eflt til muna þannig að það styðji við meginþorra barnafólks. o Dregið verði verulega úr tekjuskerðingum og tekjuskerðingamörk fylgi launaþróun. • Endurreisa þarf húsnæðisstuðningskerfin. o Koma þarf í veg fyrir að sveiflur í eignaverði hafi áhrif á húsnæðisstuðning og afkomu þeirra sem reiða sig á kerfið.Ekki verði þrengt að samneyslu og félagslegum innviðum • Tryggja þarf að skattkerfisbreytingin leiði ekki til þess þess að þrengt verði að samneyslunni og innviðum velferðar. Til að mæta tillögunum getur hið opinbera horft til nokkurra mögulegra tekjuöflunarleiða: o Auknar ráðstöfunartekjur hinna tekjulágu munu koma fram í auknum neyslusköttum hins opinbera. o Hækka þarf fjármagnstekjuskatt og auka samræmi í skattlagningu á fjármagn og launatekjur. o Tekinn verði upp auðlegðarskattur. o Notendur sameiginlegra auðlinda greiði fyrir það eðlilegt afgjald. o Skattaeftirlit verði aukið til muna og brugðist verði við kennitöluflakki.
Kjaramál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent