Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 14:11 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í húsakynnum sáttasemjara í liðinni viku. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent