Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2019 11:23 Jon Venables og Robert Thompson voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger. Vísir/Getty Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar. Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar.
Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00