Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 23. janúar 2019 08:46 Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar