Námsmenn erlendis í útrýmingarhættu? Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 23. janúar 2019 08:46 Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samband íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, var stofnað þann 13. ágúst 1961 og hefur æ síðan starfað að víðtækri hagsmunagæslu fyrir íslenska námsmenn á erlendri grundu.Það hefur sýnt sig að menntun erlendis færir bæði landi og þjóð efnahagslegan ávinning þar sem fyrirtæki landsins fá bæði aukna og nýja færni sem og þekkingu. Frá námsárinu 2013-2014 hefur hins vegar verið dregið gríðarlega úr hvatanum til að leita sér menntunar erlendis eftir að niðurskurður hófst á námslánum til framfærslu frá LÍN til námsmanna erlendis. Þannig var skerðingin á milli áranna 2013 og 2016 upp á tugi prósenta í meira en 40 löndum. Það var því jákvætt þegar ný stjórn LÍN tók stefnubreytingu með ákvörðun sinni um að skerða ekki námslán til námsmanna erlendis fyrir skólaárið 2018-2019 þrátt fyrir tillögu Analytica þar um. Analytica er áhættu- og fjárfestingarráðgjafafyrirtæki sem sér um að reikna út framfærslu fyrir námsmenn erlendis fyrir stjórn LÍN.Þegar framfærslan dugar ekki hefur fjöldi námsmanna ekki séð sér annað fært en að vinna með námi. Þó ber að hafa í huga að margir námsmenn erlendis fá ýmist ekki vinnu eða geta ekki fengið atvinnuleyfi í námslandinu og verða því að koma heim yfir sumartímann. Það er í raun þá sem frítekjumarkið tekur harkalega á móti þeim en það hefur staðið óbreytt núna í nokkur ár. Fyrir skólaárið 2018-2019 er frítekjumarkið upp á 930.000.- ISK fyrir skatt með 45% skerðingarhlutfall. Það er mun lægra en í öðrum Norðurlöndum en t.d. er frítekjumarkið meira en 1.000.000.- ISK hærra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þá hefur námsmönnum erlendis með námsaðstoð frá LÍN fækkað gríðarlega hratt síðustu árin. Þannig voru þeir 2333 fyrir skólaárið 2012-2013 en fyrir skólaárið 2015-2016 voru þeir komnir niður í 1727. Þeim hefur því fækkað um 606 á þessu tímabili eða um meira en fjórðung. Ekki verður annað séð en þeim muni halda áfram að fækka nema eitthvað verði að gert. Á sama tíma hefur stóraukinn fjöldi námsmanna ákveðið að sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða. Staðan er í raun sú í dag að fleiri íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum sækja námsaðstoð til norrænna lánasjóða heldur en til LÍN sem er ekkert annað en áfellisdómur á lánasjóðinn íslenska. Krafa SÍNE er einföld og skýr, að framfærsla frá LÍN endurspegli raunverulega framfærslu námsmanna erlendis. Jóhann Gunnar Þórarinsson Stjórnarformaður SÍNEÞessi grein er hluti af greinaröð herferðar Landssamtaka íslenskra stúdenta um bættan Lánasjóð íslenskra námsmanna. Berjumst saman fyrir #betraLÍN
Stúdentar mega ekki hafa það gott Á síðasta ári fór Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað með verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg og Íbúa ses. Verkefnið nefndist Háskólinn okkar og snerist í stuttu máli um að auka lýðræðislega þátttöku innan veggja Háskólans í málefnum stúdenta og að gera hagsmunabaráttu stúdenta aðgengilegri og gagnsærri. 21. janúar 2019 07:00
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun